Náðu í appið
Winnie the Pooh

Winnie the Pooh (2011)

Bangsímon

"Oh Pooh."

1 klst 3 mín2011

Eins og svo oft áður rekur löngun Bangsímons hann til að næla sér í dálítið hunang frá býflugunum sem eru alls ekki á því að láta það af hendi möglunarlaust.

Rotten Tomatoes90%
Metacritic74
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Eins og svo oft áður rekur löngun Bangsímons hann til að næla sér í dálítið hunang frá býflugunum sem eru alls ekki á því að láta það af hendi möglunarlaust. Bangsímon þarf því að flýja eins og fætur toga, ekki í fyrsta skipti og alls ekki það síðasta. Seinna misskilur Bangsímon bréf frá Robin og sannfærist um að honum hafi verið rænt af einhverjum sem kallar sig “Kembráðum Aftur”. Til að bjarga Robin safnar Bangsímon öllum vinum sínum saman og það er ákveðið að frelsa drenginn áður en það verður um seinan. Á meðan á Eyrnaslapi í hinni verstu krísu því hann vantar nýjan hala. Af þessum sökum er hann einstaklega niðurdreginn en samt til í að prófa hinar ýmsu gerðir af “skottum” sem félagar hans í skóginum mæla með. Og þetta er bara brot af þeim skemmtilegheitum og ævintýrum sem bíða kvikmyndahúsagesta, en óhætt er að fullyrða að hinir fullorðnu eigi eftir að skemmta sér jafn vel og yngri kynslóðirnar yfir uppátækjum Bangsímons og félaga.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Walt Disney Animation StudiosUS

Gagnrýni notenda (2)

Skemmtileg

Ég fór á þessa með þriggja ára dóttur minni og skemmti mér mjög vel. Þetta eru skemmtilegar persónur, lífið er svo einfalt þarna í Hundrað ekru skógi, og lítill misskilningur er efn...