Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Æðisleg
Ég hef aldrei áður séð mynd frá Hayao Miyazaki og eftir að hafa einungis séð eina mynd frá honum er ég strax farinn að sjá eftir því hversu seint ég byrjaði. Tonari no Totoro (My Neighbor Totoro) er með hans þekktustu myndum og það sést vel af hverju hún er það.
Myndin hefur ekki stóran söguþráð en hún þarf þess ekki. Myndin byggist miklu meira upp á karakterunum, andrúmslofti og aðstæðum og gerir þetta allt gallalaust. Þetta lætur myndina vera miklu öðruvísi heldur en margar aðrar teiknimyndir. Jafnvel þegar myndin virðist ekki vera að gera neitt er hún að setja meiri persónuleika í karakterana eða að fanga ímyndunarafl áhorfandans.
Andrúmsloftið er eitt af því besta við myndina. Það koma oft fyrir atriði sem notast meira við það heldur en handrit og kemur það ótrúlega vel út, og standa þau atriði eftir sem þau eftirminnilegustu. Dæmi eru eins og biðstöðvar- og draumaatriðið. Það gerist nær ekkert í biðstöðvaratriðinu og ég held að það sé í mesta lagi sagt fjórar línur í því en það nær að vera svo eftirminnilegt, svo sætt og frekar fyndið. Og draumaatriðið sýnir virkilega hversu mikla sköpunarhæfni Miyazaki hefur. Hann veit líka vel hversu langt hvert atriði á að vera sem lætur flæðið í myndinni vera stórgott. Myndin er um 90 mínútur en mér fannst hún líða hjá eins og hún væri einungis klukkutími.
Útlitið er líka drullugott fyrir 22 ára gamla mynd (eins og allt draumaatriðið, kattarútan og himininn) og nýtur myndin sér mjög vel til að koma með húmor plús hljóð. Tónlistin bætir síðan vel sjarma myndarinnar og er endalagið ótrúlega grípandi. Ímyndunaraflið í myndinni er frábær – enda ekki margir sem mundu hugsa út í kött sem væri rúta með 12 fætur og andlit svipað Chesire Cat úr Alica In Wonderland, eða ná að koma með karakter eins íkonískan og Totoro sjálfur sem segir ekkert út myndina fyrir utan nokkur hljóð.
En eins eftirminnilegur fyrir karakter sem segir ekkert og Totoro er, þá eru líka aðalkarakterarnir tveir frábærir, enda eru Mei og Satsuki bæði svo raunhæfar og svo auðvelt að líka vel við þær. Sumir mundu áreiðanlega finnast þær vera pirrandi (enda öskra þær slatta mikið í gegnum myndina) en fyrir mér bætti þetta raunhæfni og sjarma krakkana. Mei er ótrúlega orkumikil og saklaus út myndina og hugsar um lítið annað en það einkennilega sem hún sér og mömmu sína sem er á sjúkrahúsi. Satsuki nær að vera tímabundið foreldri yfir Mei en nær samt að vera krakki yfir mest allri myndinni og það ótrúlegt hversu langt hún gengur þegar eitt ákveðið í enda myndarinnar gerist (án þess að spoila). Þetta og margt annað lætur systurnar vera ógleymanlegar. Myndin fangar algjörlega ímyndunaraflið og hvernig krakkar haga sér við mismundandi aðstæður. Aðrir karakterar á borð við Tatsuo (pabbi stelpnanna), Nanny og Kanta eru líka mjög eftirminnilegir karakterar, þrátt fyrir takmarkaðan skjátíma.
Hayao Miyazaki stendur sig frábærlega. Ekki nóg með það að hann kom með hugmyndina á bak við þessa mynd þá skrifaði hann líka mjög gott handrit og leikstýrði henni frábærlega, enda mjög mikilvægt fyrir þessa mynd (út af andrúmslofti og útliti). Það koma líka tvö atriði í myndinni sem hefðu auðveldlega getað litið illa út (eins og þegar öll fjölskyldan baðar sig saman), en einhvern veginn kemur þetta vel út. Hann hefur líka gott auga fyrir húmor sem einkennist af hljóði og/eða útliti. Bara það að sjá Totoro brosa lætur mig brosa á móti.
Ekkert í sambandi við húmor eða drama er þvingað í þessari mynd. Reyndar er ekkert slæmt við þessa mynd. Sjáið hana og látið hana fanga ímyndunarafl ykkar. Myndin hefur æðislegt andrúmsloft, æðislega karaktera, ógleymanlegar aðstæður og góðan sjarma. Svo er hún líka ótrúlega sæt.
9/10
Ég hef aldrei áður séð mynd frá Hayao Miyazaki og eftir að hafa einungis séð eina mynd frá honum er ég strax farinn að sjá eftir því hversu seint ég byrjaði. Tonari no Totoro (My Neighbor Totoro) er með hans þekktustu myndum og það sést vel af hverju hún er það.
Myndin hefur ekki stóran söguþráð en hún þarf þess ekki. Myndin byggist miklu meira upp á karakterunum, andrúmslofti og aðstæðum og gerir þetta allt gallalaust. Þetta lætur myndina vera miklu öðruvísi heldur en margar aðrar teiknimyndir. Jafnvel þegar myndin virðist ekki vera að gera neitt er hún að setja meiri persónuleika í karakterana eða að fanga ímyndunarafl áhorfandans.
Andrúmsloftið er eitt af því besta við myndina. Það koma oft fyrir atriði sem notast meira við það heldur en handrit og kemur það ótrúlega vel út, og standa þau atriði eftir sem þau eftirminnilegustu. Dæmi eru eins og biðstöðvar- og draumaatriðið. Það gerist nær ekkert í biðstöðvaratriðinu og ég held að það sé í mesta lagi sagt fjórar línur í því en það nær að vera svo eftirminnilegt, svo sætt og frekar fyndið. Og draumaatriðið sýnir virkilega hversu mikla sköpunarhæfni Miyazaki hefur. Hann veit líka vel hversu langt hvert atriði á að vera sem lætur flæðið í myndinni vera stórgott. Myndin er um 90 mínútur en mér fannst hún líða hjá eins og hún væri einungis klukkutími.
Útlitið er líka drullugott fyrir 22 ára gamla mynd (eins og allt draumaatriðið, kattarútan og himininn) og nýtur myndin sér mjög vel til að koma með húmor plús hljóð. Tónlistin bætir síðan vel sjarma myndarinnar og er endalagið ótrúlega grípandi. Ímyndunaraflið í myndinni er frábær – enda ekki margir sem mundu hugsa út í kött sem væri rúta með 12 fætur og andlit svipað Chesire Cat úr Alica In Wonderland, eða ná að koma með karakter eins íkonískan og Totoro sjálfur sem segir ekkert út myndina fyrir utan nokkur hljóð.
En eins eftirminnilegur fyrir karakter sem segir ekkert og Totoro er, þá eru líka aðalkarakterarnir tveir frábærir, enda eru Mei og Satsuki bæði svo raunhæfar og svo auðvelt að líka vel við þær. Sumir mundu áreiðanlega finnast þær vera pirrandi (enda öskra þær slatta mikið í gegnum myndina) en fyrir mér bætti þetta raunhæfni og sjarma krakkana. Mei er ótrúlega orkumikil og saklaus út myndina og hugsar um lítið annað en það einkennilega sem hún sér og mömmu sína sem er á sjúkrahúsi. Satsuki nær að vera tímabundið foreldri yfir Mei en nær samt að vera krakki yfir mest allri myndinni og það ótrúlegt hversu langt hún gengur þegar eitt ákveðið í enda myndarinnar gerist (án þess að spoila). Þetta og margt annað lætur systurnar vera ógleymanlegar. Myndin fangar algjörlega ímyndunaraflið og hvernig krakkar haga sér við mismundandi aðstæður. Aðrir karakterar á borð við Tatsuo (pabbi stelpnanna), Nanny og Kanta eru líka mjög eftirminnilegir karakterar, þrátt fyrir takmarkaðan skjátíma.
Hayao Miyazaki stendur sig frábærlega. Ekki nóg með það að hann kom með hugmyndina á bak við þessa mynd þá skrifaði hann líka mjög gott handrit og leikstýrði henni frábærlega, enda mjög mikilvægt fyrir þessa mynd (út af andrúmslofti og útliti). Það koma líka tvö atriði í myndinni sem hefðu auðveldlega getað litið illa út (eins og þegar öll fjölskyldan baðar sig saman), en einhvern veginn kemur þetta vel út. Hann hefur líka gott auga fyrir húmor sem einkennist af hljóði og/eða útliti. Bara það að sjá Totoro brosa lætur mig brosa á móti.
Ekkert í sambandi við húmor eða drama er þvingað í þessari mynd. Reyndar er ekkert slæmt við þessa mynd. Sjáið hana og látið hana fanga ímyndunarafl ykkar. Myndin hefur æðislegt andrúmsloft, æðislega karaktera, ógleymanlegar aðstæður og góðan sjarma. Svo er hún líka ótrúlega sæt.
9/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Tokuma Shoten
Kostaði
$3.700.000
Tekjur
$45.000.000
Aldur USA:
G
Frumsýnd á Íslandi:
7. apríl 2019