Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Insidious 2011

It´s not he House that´s hounted

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Hér segir frá fimm manna fjölskyldu sem flytur inn í nýtt hús. Þetta eru þau Josh, Renai og börn þeirra þrjú, Dalton, Elise og Specs. Í könnunarleiðangri um húsið rambar Dalton upp á háaloft en fellur við á leiðinni niður, rekur höfuðið í og rotast. Hann er fluttur á sjúkrahús en læknum þar tekst ekki að vekja hann til meðvitundar og hafa enga skýringu... Lesa meira

Hér segir frá fimm manna fjölskyldu sem flytur inn í nýtt hús. Þetta eru þau Josh, Renai og börn þeirra þrjú, Dalton, Elise og Specs. Í könnunarleiðangri um húsið rambar Dalton upp á háaloft en fellur við á leiðinni niður, rekur höfuðið í og rotast. Hann er fluttur á sjúkrahús en læknum þar tekst ekki að vekja hann til meðvitundar og hafa enga skýringu á því af hverju Dalton virðist fallinn í djúpt dá. Upp úr þessu virðist húsið verða andsetið og þau Renai og Josh ákveða að flytja annað með þau Elise og Specs áður en eitthvað verra hendir. En þá tekur ekki betra við ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Án djóks !
James Wan er maður með fjölbreytni en líka einhæfni. Hann getur breytt stílnum sínum en hann heldur sig líka við 'the usual stuff', en það gerir hann ekkert verri. Insidious er dæmi með það hann mun gera myndir þangað til að hann deyr sama hvort að þær verði góðar eða ekki. Ég er ekki að segja að hún sé meistarastykkið hans, hún er bara með þannig vörumerki, mér langar í alvarlega sagt að myndirnar hans sem hann mun gera í framtíðinni (Nightfall verður örugglega næsta myndin hans). Þegar ég segi að hann haldi sig við það usual þá er ég að meina þetta: fokkt up klippingar, notar þögnina sem hræðslu og (SPOILERS !!! þetta er eini spoilerinn þannig að ef þið hafið ekki séð myndina, ekki lesa það næsta sem ég mun nefna sem dæmi um það að hann er stundum einhæfur)......Twist ending.

Myndin hafði líka fjölbreytni. 'The Third Act' er einn af fjölbreyttustu og líka 'edge' og lííííka smá klisju, en já einn af þeim fjölbreyttustu atriðum sem ég er búinn að sjá í hryllingsmynd, já í langan tíma, sá partur kemur þér allavega á óvart. Annars þá er myndin með fullt af fjölbreyttu stöffi og heldur sig alveg vel á strikinu, sem sagt er með gott flæði. Hún er með góð moment og passar sig á því að hafa áhorfandann hræddan (ég skeit á mig). Myndin er já með gott flæði, en persónurnar eru já, frekar þunnar. Þetta er ekkert leikurunum að kenna, það er bara handritið sjálft. Leikararnir stóðu sig samt alveg vel það eru persónurnar sem drógu leikarana alveg niður. Það voru samt leikarar og persónur sem stóðu uppúr. Eins og þrímenningarnir sem mig langar til að kalla 'The most realistic ghostbusters team', sem er leikið af Lin Shaye, Leigh Whannell (einnig handritshöfundurinn) og Angus Sampson.

Kvikmynda-áhugamenn sjá það að myndin var mjög ódýr, en ég held að þeir munu ekki geta lesið það hvað hún akkúrat kostar. Hún kostaði ekki meira en minna en eina og hálfa milljón dollara, sem er drullu lítið. En það er ótrúlega svalt hvað hún nær samt vel að vera raunveruleg tæknilega séð. Því tæknilega hliðin er ekki svo slæm, þótt að það er dáldið augljóst að hún er tölvugerð (í sumum atriðum). Tæknilega hliðin er samt góð. Tökur, klippingar og útlitið er mjög krípí og mjög óþægilegt, þá á maður dáldið auðvelt með að lifa sig inní þetta. Myndin dettur stundum útaf, eins og maður finnur að endirinn sé alveg að koma, en nær að redda sér útúr því, þá er það alltaf meira og meira sem bættist inní söguþráðinn.

Ef þú fílar Dead Silence (sem þú átt að fíla því sú mynd er awesome) þá áttu örugglega eftir að fíla þessa. Hún er með sama fíling en meira dramatískara súrefni. Ef þú ert í stuði til að fara ekki að sofa, þá er þetta málið

7/10 - Takið líka eftir hvað hún hefur hint af Poltergeist
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn