Tímamótaverk
Loksins segi ég nú bara! Loksins, kemur mynd sem skilur eitthvað eftir sig. Mynd sem gefur allt fyrir peninginn. Eftir að hafa séð lokkandi umfjöllun um þessi spennandi kvikmynd í hinum ma...
"Love is never ugly"
Kyle Kingson á allt sem hugurinn girnist.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
Kynlíf
BlótsyrðiKyle Kingson á allt sem hugurinn girnist. Hann er fallegur, gáfaður, ríkur og hans bíða ótal tækifæri. En hann er duglegur við að gera gys að öðrum og niðurlægja þá sem ekki eru eins fallegir og hann, t.d. bekkjarsystur hans og gotharann Kendru. Hann ákveður að bjóða henni út á risastórt skólaball til þess eins að svíkja hana þegar hún á síst von á því. Í ljós kemur að Kendra er í raun norn og til að hefna sín leggur hún á hann álög: hann skal ganga meðal manna sem það sem hann fyrirlítur mest: ófrítt úrþvætti. Kyle verður að sjálfsögðu brjálaður en Kendra segir honum að til þess að létta álögunum þurfi hann að finna einhvern sem elskar hann eins og hann er. Föður hans blöskrar svo útlit Kyle að hann sendir hann til Brooklyn með fóstru og blindum kennara. Þar sem Kyle gengur götur Brooklyn og veltir fyrir sér hvernig hann kemst úr þessari klípu hittir hann fyrir dópista sem hótar að drepa dópsalann sinn. Kyle lofar dópistanum frelsi í skiptum fyrir að dóttir hans Lindy búi hjá honum, í von um að hún læri að elska hans ófríðu ásjón. En það þarf meira til að létta álögunum...


Loksins segi ég nú bara! Loksins, kemur mynd sem skilur eitthvað eftir sig. Mynd sem gefur allt fyrir peninginn. Eftir að hafa séð lokkandi umfjöllun um þessi spennandi kvikmynd í hinum ma...
Á undanförnum árum hafa komið talsvert mikið af live-action myndum af vel þekktum ævintýrum, hvort sem það er nútímaútgáfa, endurgerð eða framhald. T.d hafa komið myndirnar Alice In W...
Beastly er nákvæmlega það sem þú færð út ef þú tekur hina klassísku sögu um Fríðu og Dýrið og kvikmyndar hana fyrir unglinga, eða Twilight-hópana nánar til tekið. Hún er samt ekk...