Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég veit ekki afhverju eða hvað það er, en af einhverjum ástæðum elska ég þessa mynd. Ég veit ekki einu sinni hversu oft ég leigði hana sem krakki og það skrítn er að systkini mín hafa horft á hana ég veit ekki hversu oft. Það er eitthvað við þessa mynd sem heillar litla krakka. Myndin nauðgar á vissan hátt sögunni um Pétur Pan en myndin er ansi flott, en einnig mjög löng, punkturinn yffir i-ð er leikarahópurinn sem saman stendur af Robbin Williams, Julie Roberts og Dustin Hoffman. Myndin er auðvitað aðallega fyrir krakka en fullorðnir ættu samt að geta haft haman af myndinni. Mjög sæt mynd sem hentar sumum en alls ekki öllum.
Ég bara skil ekkert í þessum heimi. Hér er á ferðinni stórkostleg ævintýramynd með frábærum leikurum... og svo gefa bara allir skít í hana. Hvað er málið, eins og einhver sagði. Þetta er æðisleg mynd um hinn goðsagnakennda Peter Pan (Robin Williams), nema bara að nú er hann orðinn stór, kominn með fjölskyldu og búinn að gleyma hver hann var á yngri árum. En hann snýr aftur til Hvergilands (Neverland) til þess að bjarga tveimur börnum sínum úr klóm hins illræmda sjóræningja, Hook (Dustin Hoffman). Til þess nýtur hann hjálpar Tinkerbell (Julia Roberts) og að sjálfsögðu týndu stákanna (The lost boys). Leikarar á heimsmælikvarða eins og Maggie Smith, Bob Hoskins, Julia Roberts og Dustin Hoffman láta hér ljós sitt skína í virkilega skemmtilegri og fyndinni ævintýramynd fyrir unga sem aldna.
Þetta er ekki nein spes mynd. En Robin Williams er allt í lagi í myndinni. Hún fær 1 og hálfa.