Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Tense flækja
Það er alltaf ótrúlega hressandi að fá mynd sem reynir á heilasellurnar og treður ekki öllu framan í mann. Tinker Tailor Soldie Spy er hinsvegar svolítið „of mikið af hinu góðu“. Þótt ég skildi flest allt ætla ég ekki að vera einhver hipster og segjast fatta myndina algjörlega enda gerði ég það ekki. Kannski bætir annað áhorf það en þetta er gagnrýnin mín eftir eitt áhorf. Myndin er óumdeilanlega vel gerð í alla staði. Kvikmyndatakan er mjög skemmtileg og bakgrunnirnir skemmtilega einkennandi, svona smá eins og í perlunni Lucky Number Slevin (sem er hrikalega vanmetin).
Frammistöðurnar standa klárlega upp úr í myndinni og Gary Oldman stendur sig óaðfinnanlega. Þessi maður getur leikið hvaða hlutverk sem er og frammistaðan hans hér er ein sú besta sem hann hefur skilað af sér. Persónulegt uppáhald er samt sem Stansfield í Leon.
Reyndar standa sig allir leikarar hrikalega vel og Cumberbatch, sem er nýr fyrir mér en er augljóslega að verða þekktur í kvikmyndabransanum, er flottur sem „sidekickið“. Eða svona. Öll hlutverk eru vel skipuð þekktum leikurum og það væri líklega ekki hægt að gera lélega mynd með þessu liði. Ég ætla ekki að nefna alla enda er myndin troðin af leikurum.
Flæðið er þrusugott og myndin heldur alltaf dampi. Eina sem ég hef út á að segja er hversu flókin hún er á köflum. Það hjálpar mysteríunni en stundum datt ég bara úr myndinni sem er frekar svekkjandi. Hinsvegar er seinni hlutinn virkilega tense og ég var alveg inní söguþræðinum þá. Lokaatriðið er líka skemmtilega öðruvísi og tónlistin spilar stórt hlutverk þar. Reyndar ekki jafn klassískt og annað 2011-atriði með Enya laginu „Orinoco Flow“.
Ég mæli með myndinni fyrir hugsandi áhorfendur en verð að segja að hún var kannski aðeins og flókin af köflum, en bara rétt svo. Kannski er ég bara ekki nógu klár en bíógestum fækkaði eftir hlé sem þýðir að ég sé ekki sá eini sem fannst hún ofur flókin. Ég skildi samt ekkert í því fólki enda skemmti ég mér vel.
7/10
Það er alltaf ótrúlega hressandi að fá mynd sem reynir á heilasellurnar og treður ekki öllu framan í mann. Tinker Tailor Soldie Spy er hinsvegar svolítið „of mikið af hinu góðu“. Þótt ég skildi flest allt ætla ég ekki að vera einhver hipster og segjast fatta myndina algjörlega enda gerði ég það ekki. Kannski bætir annað áhorf það en þetta er gagnrýnin mín eftir eitt áhorf. Myndin er óumdeilanlega vel gerð í alla staði. Kvikmyndatakan er mjög skemmtileg og bakgrunnirnir skemmtilega einkennandi, svona smá eins og í perlunni Lucky Number Slevin (sem er hrikalega vanmetin).
Frammistöðurnar standa klárlega upp úr í myndinni og Gary Oldman stendur sig óaðfinnanlega. Þessi maður getur leikið hvaða hlutverk sem er og frammistaðan hans hér er ein sú besta sem hann hefur skilað af sér. Persónulegt uppáhald er samt sem Stansfield í Leon.
Reyndar standa sig allir leikarar hrikalega vel og Cumberbatch, sem er nýr fyrir mér en er augljóslega að verða þekktur í kvikmyndabransanum, er flottur sem „sidekickið“. Eða svona. Öll hlutverk eru vel skipuð þekktum leikurum og það væri líklega ekki hægt að gera lélega mynd með þessu liði. Ég ætla ekki að nefna alla enda er myndin troðin af leikurum.
Flæðið er þrusugott og myndin heldur alltaf dampi. Eina sem ég hef út á að segja er hversu flókin hún er á köflum. Það hjálpar mysteríunni en stundum datt ég bara úr myndinni sem er frekar svekkjandi. Hinsvegar er seinni hlutinn virkilega tense og ég var alveg inní söguþræðinum þá. Lokaatriðið er líka skemmtilega öðruvísi og tónlistin spilar stórt hlutverk þar. Reyndar ekki jafn klassískt og annað 2011-atriði með Enya laginu „Orinoco Flow“.
Ég mæli með myndinni fyrir hugsandi áhorfendur en verð að segja að hún var kannski aðeins og flókin af köflum, en bara rétt svo. Kannski er ég bara ekki nógu klár en bíógestum fækkaði eftir hlé sem þýðir að ég sé ekki sá eini sem fannst hún ofur flókin. Ég skildi samt ekkert í því fólki enda skemmti ég mér vel.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.tinker-tailor-soldier-spy.com
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
6. janúar 2012
Útgefin:
7. júní 2012
Bluray:
7. júní 2012