Contraband
2012
(Reykjavik-Rotterdam Remake)
Frumsýnd: 20. janúar 2012
What would you hide to protect your family?
110 MÍNEnska
51% Critics 51
/100 Chris Farraday hefur ekki alltaf haldið sig réttum megin við lögin og var á sínum tíma flæktur í alls kyns glæpastarfsemi. Hann ákvað þó að snúa við blaðinu eftir að hann hitti núverandi eiginkonu sína, Kate, eignaðist með henni barn og starfar nú sem öryggisvörður. Dag einn kemst hann að því að bróðir Kate hefur heldur betur runnið til á svellinu... Lesa meira
Chris Farraday hefur ekki alltaf haldið sig réttum megin við lögin og var á sínum tíma flæktur í alls kyns glæpastarfsemi. Hann ákvað þó að snúa við blaðinu eftir að hann hitti núverandi eiginkonu sína, Kate, eignaðist með henni barn og starfar nú sem öryggisvörður. Dag einn kemst hann að því að bróðir Kate hefur heldur betur runnið til á svellinu í samskiptum sínum við miskunnarlausa glæpamenn og óttast nú svo um líf sitt að Chris á engan annan kost en að reyna að losa hann úr snörunni. En málin þróast með undarlegum hætti og áður en Chris veit af hafa tilraunir hans til að aðstoða mág sinn leitt stórhættu yfir hann sjálfan og fjölskyldu hans, en til þess má hann ekki hugsa. Þar með er hafin mögnuð atburðarás þar sem Chris þarf enn á ný að stíga yfir strik laganna, nota allt sem hann kann í baráttu sinni við glæpamennina, vernda fjölskyldu sína og koma málum þannig fyrir að hann sjálfur sleppi lifandi frá öllu saman ...... minna