Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Sleeping with the Enemy 1991

She is a stranger in a small town. She changed her name. Her looks. Her life. All to escape the most dangerous man she's ever met. Her husband.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 22% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Hin auðugu Laura og Martin Burney eru í ástríðufullu hjónabandi. Ástríða Martins birtist í þörf hans fyrir algjöra stjórn og reglu, sem aftur leiðir til ofbeldisfullra tilhneiginga gagnvart Laura þegar hann missir stjórn á reglunni sem hann vill hafa á öllum hlutum. Í kjölfar þessa ofbeldis þá fylgir jafnan tímabil skipulagðrar fyrirgefningar. Laura er... Lesa meira

Hin auðugu Laura og Martin Burney eru í ástríðufullu hjónabandi. Ástríða Martins birtist í þörf hans fyrir algjöra stjórn og reglu, sem aftur leiðir til ofbeldisfullra tilhneiginga gagnvart Laura þegar hann missir stjórn á reglunni sem hann vill hafa á öllum hlutum. Í kjölfar þessa ofbeldis þá fylgir jafnan tímabil skipulagðrar fyrirgefningar. Laura er hrædd við ofbeldisfulla hegðun hans, sem er falin undir fáguðu og fullkomnu yfirborðinu. Hin ósynda Laura drukknar að því er virðist þegar hún lendir í bátaslysi, en slysið var í raun skipulögð flóttatilraun hennar, enda er hún bæði vel synd og enn á lífi, en hún vissi það að Martin hefði aldrei leyft henni að fara frá sér svo lengi sem þau lifðu. Laura tekur upp nýtt nafn, Sarah Waters, og fer frá heimili þeirra í Cape Cod til Cedar Falls í Iowa til að geta verið nær móður sinni, sem er blind og bundin við hjólastól á elliheimili, en Martin heldur að móðirin sé dáin. Laura byrjar í sambandi við mann í bænum, Ben Woodward, sem er leiklistarkennari í skólanum í bænum, en hann laðast að henni þrátt fyrir að hún sé greinilega að leyna hann ýmsu úr fortíð sinni. Á sama tíma þá kemst Martin óvænt yfir sönnunargögn sem benda til að Laura gæti enn verið á lífi, og nú lætur hann ekkert stöðva sig í að reyna að komast til botns í því máli, svo hann geti uppfyllt þær fyrirætlanir sínar að sleppa henni aldrei frá sér á meðan hún er enn á lífi. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.03.2013

Keaton með kvalalosta

Hinn geðþekki leikari Michael Keaton hefur ekki verið mjög áberandi upp á síðkastið, en Keaton var einn vinsælasti leikarinn í Hollywood á sínum tíma og lék meðal annars sjálfan Batman og hinn léttklikkaða Beetlejuice, svo aðeins tvær...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn