Return to Paradise (1998)
All for One
"Give up three years of their lives or give up the life of their friend. They have eight days to decide."
Þrír vinir fara saman í spennandi frí í Malasíu, fullt af skemmtun, áfengi, konum og hassi.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Þrír vinir fara saman í spennandi frí í Malasíu, fullt af skemmtun, áfengi, konum og hassi. Þegar fríinu lýkur, þá eiga þeir allir hver sinn draum um hvernig lífi þeir vilja lifa, og þeir fara allir hver í sína áttina. Einn þeirra ákveður að vera eftir í hitabeltisparadísinni til að upplifa draum sinn um að vinna við rannsóknir á öpum. Tveimur árum síðar kemur lögfræðingur til New York og finnur hina vinina tvo og færir þeim slæmar fréttir. Nokkrum dögum eftir að þeir fóru frá eynni þá gerði lögreglan áhlaup á staðinn sem þeir bjuggu á og fundu mikið af hassi. Vinur þeirra bjó þar enn, og hann situr því uppi með alla sökina. Hann er dæmdur til dauða og aftakan á að fara fram eftir átta daga, og eina leiðin til að fá dóminn mildaðan, er ef að hinir vinirnir tveir koma aftur til paradísarinnar, og taka sinn hluta af sökinni. Ef þeir gera það, þá munu þeir báðir eyða þremur árum í fangelsi. Ef aðeins einn kemur til baka, þá þarf sá hinn sami að eyða sex árum þar ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


























