Nobels testamente
2012
(Arfur Nobels)
Frumsýnd: 30. nóvember 2012
The truth can be deadly
90 MÍNSænska
86% Critics Annika Bengtzon er blaðamaður á sænska dagblaðinu Kvällspressen í Stokkhólmi. Hún skrifar aðallega um glæpamál en tekur líka að sér önnur verkefni þegar svo ber undir. Kvöld eitt þiggur Annika boð um að mæta til hátíðarfagnaðar í tilefni af nýjustu Nóbelsverðlaunaafhendingunni. Bæði henni og gestum samkvæmisins er mikið brugðið þegar skotárás... Lesa meira
Annika Bengtzon er blaðamaður á sænska dagblaðinu Kvällspressen í Stokkhólmi. Hún skrifar aðallega um glæpamál en tekur líka að sér önnur verkefni þegar svo ber undir. Kvöld eitt þiggur Annika boð um að mæta til hátíðarfagnaðar í tilefni af nýjustu Nóbelsverðlaunaafhendingunni. Bæði henni og gestum samkvæmisins er mikið brugðið þegar skotárás er gerð í salnum og tvær manneskjur liggja í valnum. Þar sem Annika varð sjálf vitni að árásinni er henni bannað að skrifa um það en grunar strax að málið sé flóknara en það sýnist. Henni þykir líklegt að í raun hafi árásin átt að beinast að aðila sem sakaði ekki í henni og að þau sem létu lífið hefðu í raun dáið fyrir mistök. Og eftir því sem hún færist nær sannleikanum því betur áttar hún sig á því að þar með er líf hennar sjálfrar í hættu ...... minna