Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Dead Men Don't Wear Plaid 1982

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Laugh... or I'll blow your lips off!

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Myndin er grínútgáfa af film-noir kvikmyndum fimmta áratugs 20. aldarinnar. Rigby Reardon á í samskiptum við mikinn fjölda Hollywood goðsagna, svo sem Humphrey Bogart, Kirk Douglas, Burt Lancaster, Edward Arnold, Barbara Stanwyck, Ingrid Bergman, Veronica Lake, Bette Davis, Lana Turner og Joan Crawford, í runu af 17 klippum úr gömlum svart-hvítum myndum. Rigby er ódýr... Lesa meira

Myndin er grínútgáfa af film-noir kvikmyndum fimmta áratugs 20. aldarinnar. Rigby Reardon á í samskiptum við mikinn fjölda Hollywood goðsagna, svo sem Humphrey Bogart, Kirk Douglas, Burt Lancaster, Edward Arnold, Barbara Stanwyck, Ingrid Bergman, Veronica Lake, Bette Davis, Lana Turner og Joan Crawford, í runu af 17 klippum úr gömlum svart-hvítum myndum. Rigby er ódýr spæjari sem situr á skrifstofunni og bíður eftir verkefnum. Skyndilega kemur Juliet Forrest inn á skrifstofuna hjá honum og það líður yfir hana á gólfinu þegar hún sér frétt í blaðinu um að faðir hennar hafi látist í bílslysi. Juliet er sannfærð um að faðir hennar hafi verið myrtur og býður Rigby 200 Bandaríkjadali til að rannsaka málið. Hann leitar á skrifstofu Hr. Forrest, og finnur þar nafnalista undir fyrirsögninni „Vinir og óvinir Carlotta“. Eftir því sem þau tvö flækjast meira og meira inn í ráðgátuna, þá rekast þau á hinn önuga Nasista yfirþjón, Field Marshal Von Cluck, og of hjálpsaman mexíkóskan vin, Carlos Rodriguez. ... minna

Aðalleikarar


Í Dead Men Don't Wear Plaid leikur Steve Martin einkaspæjarann Rigby Reardon sem rannsakar flókið morðmál sem reynist síðan tengjast nasistum. Þetta er skopstæling á spæjaramyndum og notast við þá hugmynd að klippa sketch úr eldri myndum og sýna það hér og þar af leiðandi er eins og Rigby Reardon sé að tala við fólkið. Því miður er þessari hugmynd klúðrað því þegar maður hlær ekki að þessu veit maður að eitthvað er að. Möguleikarnir fá að blómstra mjög lítið í þessari mynd. Fær þó eina og hálfa stjörnu í einkunn fyrir það að vera hæfileg til áhorfs og Steve Martin er oftast skemmtilegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær gamanmynd en sérstaklega áhugaverð fyrir þá sem hafa horft á gamlar spennumyndir. Steve Martin leikur einkaspæjara sem rannsakar dularfullt morð og er í leiðinni klipptur inn í fjölmargar gamlar myndir, það er þvílík snilld hvernig þetta passar saman og hvernig söguþráður meikar ennþá einhvern sens eftir að hafa blandast fjölmörgum öðrum myndum. CLEANING WOMAN!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn