Náðu í appið
Dead Men Don't Wear Plaid

Dead Men Don't Wear Plaid (1982)

"Laugh... or I'll blow your lips off!"

1 klst 28 mín1982

Myndin er grínútgáfa af film-noir kvikmyndum fimmta áratugs 20.

Rotten Tomatoes77%
Metacritic67
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Söguþráður

Myndin er grínútgáfa af film-noir kvikmyndum fimmta áratugs 20. aldarinnar. Rigby Reardon á í samskiptum við mikinn fjölda Hollywood goðsagna, svo sem Humphrey Bogart, Kirk Douglas, Burt Lancaster, Edward Arnold, Barbara Stanwyck, Ingrid Bergman, Veronica Lake, Bette Davis, Lana Turner og Joan Crawford, í runu af 17 klippum úr gömlum svart-hvítum myndum. Rigby er ódýr spæjari sem situr á skrifstofunni og bíður eftir verkefnum. Skyndilega kemur Juliet Forrest inn á skrifstofuna hjá honum og það líður yfir hana á gólfinu þegar hún sér frétt í blaðinu um að faðir hennar hafi látist í bílslysi. Juliet er sannfærð um að faðir hennar hafi verið myrtur og býður Rigby 200 Bandaríkjadali til að rannsaka málið. Hann leitar á skrifstofu Hr. Forrest, og finnur þar nafnalista undir fyrirsögninni „Vinir og óvinir Carlotta“. Eftir því sem þau tvö flækjast meira og meira inn í ráðgátuna, þá rekast þau á hinn önuga Nasista yfirþjón, Field Marshal Von Cluck, og of hjálpsaman mexíkóskan vin, Carlos Rodriguez.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Aspen Film SocietyUS

Gagnrýni notenda (2)

★★★☆☆

Í Dead Men Don't Wear Plaid leikur Steve Martin einkaspæjarann Rigby Reardon sem rannsakar flókið morðmál sem reynist síðan tengjast nasistum. Þetta er skopstæling á spæjaramyndum og n...

★★★★★

Frábær gamanmynd en sérstaklega áhugaverð fyrir þá sem hafa horft á gamlar spennumyndir. Steve Martin leikur einkaspæjara sem rannsakar dularfullt morð og er í leiðinni klipptur inn í fj...