Náðu í appið
Runner Runner

Runner Runner (2013)

Runner, Runner

2013

Þegar námsmaðurinn Richie Furst tapar öllu í netpóker fær hann grun um að svindlað hafi verið á honum og ákveður að hitta eiganda pókersíðunnar augliti til auglitis.

Rotten Tomatoes8%
Metacritic36
Deila:
Runner Runner - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Streymi
Disney+
Leiga
Síminn

Söguþráður

Þegar námsmaðurinn Richie Furst tapar öllu í netpóker fær hann grun um að svindlað hafi verið á honum og ákveður að hitta eiganda pókersíðunnar augliti til auglitis. Justin Timberlake leikur hér stærðfræðiséníið Richie Furst sem hefur hug á að stunda nám við Princeton-háskóla en hefur ekki efni á því. Til að freista þess að fjármagna námið hefur hann að undanförnu spilað póker á netinu og orðið nokkuð ágengt. En lukkan snýr við honum bakinu eins og hendi væri veifað þegar hann tapar öllu í spili sem hann telur að hann hefði átt að vinna. Um leið fer hann að gruna að tapið hafi ekki verið nein tilviljun heldur hafi verið svindlað á honum. Til að komast að hinu sanna ákveður Richie að fara til Kosta Ríka og hitta manninn sem stendur á bak við netpókersíðuna. Sá heitir Ivan Block (Ben Affleck) og reynist sannarlega vera úlfur í sauðargæru. Þegar alríkislögreglan blandast í málið áttar Richie sig á því að hann er kominn á milli steins og sleggju og ef hann ætlar að lifa af þarf hann að koma með krók á móti bragði ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Regency EnterprisesUS
Double Feature FilmsUS
Appian WayUS
Stone Village PicturesUS
New Regency PicturesUS