Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Lincoln Lawyer 2011

Justwatch

Frumsýnd: 27. apríl 2011

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Mick Haller starfar yfirleitt úr aftursætinu á Lincoln Continental bílnum sínum sem verjandi fyrir hina ýmsu götukrimma, úrhrök og vandræðagemsa og telst frekar sleipur á sínu sviði. Hann bjóst þó aldrei við því að landa máli af þeirri stærðargráðu sem hinn ríki Beverly Hills glaumgosi Louis Roulet biður hann að taka að sér. Luis er sakaður um tilraun... Lesa meira

Mick Haller starfar yfirleitt úr aftursætinu á Lincoln Continental bílnum sínum sem verjandi fyrir hina ýmsu götukrimma, úrhrök og vandræðagemsa og telst frekar sleipur á sínu sviði. Hann bjóst þó aldrei við því að landa máli af þeirri stærðargráðu sem hinn ríki Beverly Hills glaumgosi Louis Roulet biður hann að taka að sér. Luis er sakaður um tilraun til manndráps af ungri fallegri leikkonu en hann sver að ásakanirnar séu ekkert annað en lygar til að féfletta hann. Mick ákveður að taka að sér starfið, kaupið er helvíti fínt og honum þætti ekki verra að geta gert vel við konuna sína og dóttur. Luis virðist hreinn á yfirborðinu en ekki líður á löngu þar til Mick fer að rekast á ýmislegt skuggalegt úr fortíð hans. Það sem átti að vera auðvelt starf með frábæru kaupi snýst upp í baráttu tveggja bragðarefa um hver nær að snara hinn fyrst, og verðlaunin eru upp á líf og dauða.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skemmtileg en ekkert nýtt
The Lincoln Lawyer fjallar um Mick Haller, lögfræðing sem er mjög góður í sínu starfi en notar alltaf einhver brögð til að vinna eða sætta mál. (Smá spoiler í næstu setningum) Nýjasta málið hans snýst í kringum Louis Roulet sem er talinn hafa barið konu og meitt hana alvarlega og hótað henni öllu illu. Mick Haller tekur að sér starfið en lendur í miklum vandræðaleikum þegar hann uppgötvar tengsl málsins við gamalt mál sem hann vann að.

Matthew McConaughey er frábær sem lögfræðingurinn sem er alveg svakalegur góður með sjálfan sig. Leikhópurinn er virkilega fínn og hjálpar myndinni talsvert. William H. Macy er skemmtilegur sem félagi McConaugheys (þannig séð) og líka fyndinn sem dregur úr alvarleika myndarinnar sem er virkilega fínt og bætir skemmtanagildið. Hinsvegar er lítið um húmor í seinna helmingnum en það er alls ekki slæmur hlutur því þar er spennan yfirgnæfandi.

Handritið er ágætt en alls ekkert nýtt, bara það sama aftur, týpískt lögfræðingadrama og endirinn alveg fyrirsjáanlegur í miðju myndarinnar með nokkrum litlum twistum inn á milli. Tónlistin er vel valin og Steady-cam kvikmyndatakan gefur myndinni meiri raunsæi því maður er alveg inní atburðarrásinni.

7/10
Mjög fín mynd með frábærum frammistöðum en því miður mjög fyrirsjáanlega plotti. Fínasta skemmtunin samt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.03.2015

Cranston fær Bratt í Flugumanninn

Deadline kvikmyndavefurinn greinir frá því að Benjamin Bratt hafi verið ráðinn til að leika á móti Breaking Bad stjörnunni Bryan Cranston og Inglorious Basterds leikkonunni Diane Kruger í The Infiltrator, eða Flugumanninum,...

17.01.2013

Strákar aðstoða flóttamann - Ný stikla úr Mud

Matthew McConaughey hefur verið að leika í fínum myndum undanfarið, þar á meðal The Lincoln Lawyer og Magic Mike. Næsta mynd hans heitir Mud og er eftir leikstjórann Jeff Nichols. Sjáðu stikluna hér að neðan sem var a...

03.08.2012

Grípandi geðveiki og sótsvartur húmor

Skítt með Frailty. Skítt með The Lincoln Lawyer og meira að segja Magic Mike! Texas-rakkinn Matthew McConaughey hefur formlega útskrifast úr "flottur-kroppur-sem-vill-geta-leikið" deildinni og það gerir Killer Joe að mesta st...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn