Skemmtileg en ekkert nýtt
The Lincoln Lawyer fjallar um Mick Haller, lögfræðing sem er mjög góður í sínu starfi en notar alltaf einhver brögð til að vinna eða sætta mál. (Smá spoiler í næstu setningum) Nýjast...
Mick Haller starfar yfirleitt úr aftursætinu á Lincoln Continental bílnum sínum sem verjandi fyrir hina ýmsu götukrimma, úrhrök og vandræðagemsa og telst frekar sleipur á sínu sviði.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiMick Haller starfar yfirleitt úr aftursætinu á Lincoln Continental bílnum sínum sem verjandi fyrir hina ýmsu götukrimma, úrhrök og vandræðagemsa og telst frekar sleipur á sínu sviði. Hann bjóst þó aldrei við því að landa máli af þeirri stærðargráðu sem hinn ríki Beverly Hills glaumgosi Louis Roulet biður hann að taka að sér. Luis er sakaður um tilraun til manndráps af ungri fallegri leikkonu en hann sver að ásakanirnar séu ekkert annað en lygar til að féfletta hann. Mick ákveður að taka að sér starfið, kaupið er helvíti fínt og honum þætti ekki verra að geta gert vel við konuna sína og dóttur. Luis virðist hreinn á yfirborðinu en ekki líður á löngu þar til Mick fer að rekast á ýmislegt skuggalegt úr fortíð hans. Það sem átti að vera auðvelt starf með frábæru kaupi snýst upp í baráttu tveggja bragðarefa um hver nær að snara hinn fyrst, og verðlaunin eru upp á líf og dauða.





The Lincoln Lawyer fjallar um Mick Haller, lögfræðing sem er mjög góður í sínu starfi en notar alltaf einhver brögð til að vinna eða sætta mál. (Smá spoiler í næstu setningum) Nýjast...