Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Place Beyond the Pines 2012

Frumsýnd: 3. maí 2013

Hvað ungur nemur gamall temur

140 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Myndin segir sögu af feðgum, syndum fortíðar, mótorhjólum og byssum. Ryan Gosling leikur Luke, áhættuökumann, sem snýr sér að bankaránum til að geta séð sómasamlega fyrir nýfæddum syni sínum. Til allrar óhamingju þá verða glæpir hans til þess að hann lendir upp á kant við Avery Cross sem Bradley Cooper leikur, sem er metnaðarfullur stjórnmálamaður... Lesa meira

Myndin segir sögu af feðgum, syndum fortíðar, mótorhjólum og byssum. Ryan Gosling leikur Luke, áhættuökumann, sem snýr sér að bankaránum til að geta séð sómasamlega fyrir nýfæddum syni sínum. Til allrar óhamingju þá verða glæpir hans til þess að hann lendir upp á kant við Avery Cross sem Bradley Cooper leikur, sem er metnaðarfullur stjórnmálamaður og fyrrum lögreglumaður. Í raun eru þetta þrjár sögur þar sem örlög og aðgerðir persónanna í hverri þeirra ráðast ekki síst af því sem gerist í hinum sögunum. Þessu er erfitt að lýsa á sannferðugan hátt í orðum, en handrit myndarinnar þykir mikil snilld og sögurnar þannig samanfléttaðar að þær þarf að upplifa frekar en að lesa. Í stuttu máli segir hér frá áhættuökumanninum Luke sem ákveður að segja skilið við vinnu sína og snúa sér að bankaránum þegar hann kemst að því að fyrrverandi unnusta hans hefur alið honum son. Á sama tíma kynnumst við lögreglumanninum Avery sem er drifinn áfram af miklum metnaði en glímir við alls kyns hindranir í starfi sínu. Og svo er það þriðja sagan ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn