Náðu í appið
Öllum leyfð

Charles Bradley: Soul of America 2012

Frumsýnd: 1. ágúst 2013

From the Projects to the Pages of Rolling Stone.

75 MÍNEnska

Myndin hefst á 62 ára afmælisdegi Charles Bradley, en myndin segir frá hinum ótrúlega aðdraganda að útgáfu fyrstu plötu söngvarans Charles Bradley, No Time for Dreaming. Þrátt fyrir að hafa verið skilinn eftir einn og yfirgefinn sem barn, og verið heimilislaus um tíma, upplifað bróðurmissi og endalausa fátækt, þá gaf Charles drauminn um að verða atvinnu... Lesa meira

Myndin hefst á 62 ára afmælisdegi Charles Bradley, en myndin segir frá hinum ótrúlega aðdraganda að útgáfu fyrstu plötu söngvarans Charles Bradley, No Time for Dreaming. Þrátt fyrir að hafa verið skilinn eftir einn og yfirgefinn sem barn, og verið heimilislaus um tíma, upplifað bróðurmissi og endalausa fátækt, þá gaf Charles drauminn um að verða atvinnu söngvari aldrei upp á bátinn. Með hjálp upptökustjórans og Grammy verðlaunahafans Gabriel Roth ( Daptone Records) og tónlistarmannsins Tommy Brenneck, þá hætti Charles að syngja James Brown lögin sem hann hafði sungið í næstum hálfa öld, og einbeitti sér að því að finna sína eigin rödd. Hann fékk tækifæri til að hita upp á tónleikaferð Sharon Jones, sem er frægasti tónlistarmaðurinn sem er á mála hjá Daptone Records. Charles hélt þar tilfinningaríkustu tónleika sína á ferlinum. Þetta gerðist allt eftir efnahagshrunið árið 2008 og söngvar hans um sorg, brostnar vonir um ameríska drauminn, og vonina um betri heim, hitti áhorfendur í hjartastað. Nú var 48 ára gamall draumur hans að verða að veruleika. En nú þegar velgengnin var farin að banka á dyrnar, þá hélt mótlætið áfram að elta hann. Þegar útlit var fyrir að hann myndi missa allt sitt vegna húsnæðisskulda vegna húsnæðis hinnar 87 ára gömlu móður hans, þá dimmdi yfir á ný. En þá gerðist það að fyrsta platan hans varð metsöluplata, og lífið breyttist skyndilega til hins betra. Platan hans var lofuð af gagnrýnendum og varð ein best selda sjálfstæða hljómplata ársins, og lenti á lista Rolling Stone tímaritsins yfir 50 bestu plötur ársins 2011. Í kjölfarið kom hann fram í spjallþáttum Jay Leno og Carson Daly m.a. og tónlistarmyndband hans fékk 1,5 milljón áhorf á youtube vefnum og var sett á dagskrá VH1 tónlistarsjónvarpsstöðvarinnar. Síðan hefur ferill Charles verið á hraðri uppleið.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.06.2013

Sjáðu Spaceballs í bíó!

Bíó Paradís við Hverfisgötu ætlar að bjóða upp á sýningar á sígildum bíómyndum nú í sumar undir yfirskriftinni Sumar í Bíó Paradís. Um er að ræða blöndu af gamanmyndum, hrollvekjum, spennumyndum, og dra...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn