Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

Saving Mr. Banks 2013

Frumsýnd: 7. mars 2014

Where her book ended, their story began.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Þegar Walt Disney ákvað árið 1938 að gera mynd sem byggð væri á sögunum um Mary Poppins þurfti hann fyrst að sannfæra höfundinn, Helen Lyndon Goff, um að selja sér kvikmyndaréttinn. Það þekkja allir kvikmyndaunnendur, eða ættu a.m.k. að þekkja, Walt Disney-myndina um Mary Poppins, barnfóstruna göldróttu og ráðagóðu sem breytti lífi Banks-fjölskyldunnar... Lesa meira

Þegar Walt Disney ákvað árið 1938 að gera mynd sem byggð væri á sögunum um Mary Poppins þurfti hann fyrst að sannfæra höfundinn, Helen Lyndon Goff, um að selja sér kvikmyndaréttinn. Það þekkja allir kvikmyndaunnendur, eða ættu a.m.k. að þekkja, Walt Disney-myndina um Mary Poppins, barnfóstruna göldróttu og ráðagóðu sem breytti lífi Banks-fjölskyldunnar til hins betra. Hins vegar vita kannski færri að það tók Walt Disney yfir 20 ár að fá höfundinn, Helen Lyndon Goff (sem skrifaði undir höfundarnafninu P.L. Travers), að ljá því máls að selja honum kvikmyndaréttinn. Það var ekki fyrr en árið 1961 (fyrsta sagan um Mary Poppins kom út árið 1934), þegar Helen var lent í fjárhagsvanda, að hún samþykkti að þiggja boð Disneys um að koma til Los Angeles og ræða við hann. Og þótt Helen væri ljóst að fjárhagsstöðu sinnar vegna yrði hún að lokum að selja Disney réttinn til að kvikmynda Mary Poppins reyndist hún honum og hans fólki afar erfiður ljár í þúfu. Hún var til dæmis algjörlega mótfallin lögum og textum Sherman-bræðranna og viðbótarhugmyndum Disneys, t.d. þeirri að bæta teiknimyndaatriðum í söguna. Saving Mr. Banks gerist á þeim tveimur vikum sem Helen var í Hollywood að kljást við Disney, en varpar ekki síst ljósi á ástæðuna fyrir því af hverju kvikmyndagerð hans var henni svo mjög á móti skapi ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn