Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Deconstructing Harry 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. apríl 1998

Harry Block wrote a bestseller about his best friends. Now, his best friends are about to become his worst enemies.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 61
/100
Woody Allen tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir handritið

Harry Block er mikils metinn rithöfundur. Sú árátta hans að blanda eigin reynslu inn í sögur sínar, eilítið dónaleg framkoma og áhugi á pillum og mellum, hefur gert það að verkum að hann á nú þrjár fyrrverandi eiginkonur sem þola hann ekki. Þegar hann er að fara að fá heiðursverðlaun frá skólanum sem rak hann úr námi, þá fær hann ritstíflu auk... Lesa meira

Harry Block er mikils metinn rithöfundur. Sú árátta hans að blanda eigin reynslu inn í sögur sínar, eilítið dónaleg framkoma og áhugi á pillum og mellum, hefur gert það að verkum að hann á nú þrjár fyrrverandi eiginkonur sem þola hann ekki. Þegar hann er að fara að fá heiðursverðlaun frá skólanum sem rak hann úr námi, þá fær hann ritstíflu auk þess sem síðasta kærasta hans ætlar nú að fara að giftast besta vini hans. Atriði úr bókum hans fara nú að blandast inn í líf hans, og Harry þarf nú að horfast í augu við fólkið sem hann hefur átt samskipti við í gegnum tíðina - eiginkonur, ástkonur, son sinn, og systur sína. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Woody karlinn í súrari kantinum. Hér er hann sjálfur í hlutverki aumkunarverðs rithöfundar í gríðarlegri tilvistarkreppu og gerir fátt nema þá helst að glata vinum og leggjast með vændiskonum... og láta þær flengja sig.

Vinir hans og fjölskylda eru súr mjög yfir að hann noti þau sem persónur í bækur sínar, auk þess sem sögupersónurnar sumar vakna til lífsins og gera okkar manni lífið leitt... og stundum skemmtilegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Allen leikur hér rithöfund sem berst við að halda lífi sínu í skorðum, fólk úr fortíðinni ásækir hann, einnig persónur úr bókum hans. Þessi mynd er alger Allen, þeas Woody leikur þessa erkitýpu sínu eins vel og hægt er og það er fjölmargt sem rihöfundurinn og Allen sjálfur eiga sameiginlegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.06.2013

Rýnt í leikstjóra: Woody Allen

Tvennt virðist einkenna viðhorf fólks til kvikmynda eftir leikstjóran Woody Allen.  Annað hvort elskar fólk kvikmyndirnar hans eða hreinlega þolir þær ekki. Woody Allen hefur skrifað og leikstýrt að meðaltali einni kvikmynd á ári síðan hann byrjaði a...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn