Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Woody karlinn í súrari kantinum. Hér er hann sjálfur í hlutverki aumkunarverðs rithöfundar í gríðarlegri tilvistarkreppu og gerir fátt nema þá helst að glata vinum og leggjast með vændiskonum... og láta þær flengja sig.
Vinir hans og fjölskylda eru súr mjög yfir að hann noti þau sem persónur í bækur sínar, auk þess sem sögupersónurnar sumar vakna til lífsins og gera okkar manni lífið leitt... og stundum skemmtilegt.
Allen leikur hér rithöfund sem berst við að halda lífi sínu í skorðum, fólk úr fortíðinni ásækir hann, einnig persónur úr bókum hans. Þessi mynd er alger Allen, þeas Woody leikur þessa erkitýpu sínu eins vel og hægt er og það er fjölmargt sem rihöfundurinn og Allen sjálfur eiga sameiginlegt.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
New Line Home Entertainment
Vefsíða:
www.finelinefeatures.com/harry/
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
30. apríl 1998
VHS:
15. september 1998