Vikingoo
2014
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 28. nóvember 2014
Sleppið hönunum, látið leikinn hefjast
Í Dóminíska lýđveldinu er þjóđaríþróttin hanaat. Þar tala menn um hanana sína eins og íslenskir hestamenn ræđa gæđinga og stóđhesta. Í myndinni fylgir Þorfinnur sveitunga sínum úr Biskupstungum, Jóni Inga Gíslasyni, í Karíbahafiđ þar sem Jón hefur um árabil ræktađ bardagahana og Vikingo-kyniđ hans er eitt þađ þekktasta í landinu. Fáir hafa... Lesa meira
Í Dóminíska lýđveldinu er þjóđaríþróttin hanaat. Þar tala menn um hanana sína eins og íslenskir hestamenn ræđa gæđinga og stóđhesta. Í myndinni fylgir Þorfinnur sveitunga sínum úr Biskupstungum, Jóni Inga Gíslasyni, í Karíbahafiđ þar sem Jón hefur um árabil ræktađ bardagahana og Vikingo-kyniđ hans er eitt þađ þekktasta í landinu. Fáir hafa betra nef fyrir sögum en Þorfinnur, hvort sem um er ađ ræđa hagamýs, hesta eđa fólk. Í Vikingo kynnumst viđ ekki bara Jóni Inga heldur líka hópi af öđrum persónum: Unga skóburstaranum Gabriel sem dreymir um ađ eignast Vikinga-hana og verđa frægur ræktandi eins og Jón, Rodolfo sem ađstođar Jón viđ ræktunina, Stóra-Jose sem er vinur Jóns en keppinautur í hanaatinu, og vúdú-norninni Amarilis sem spáir fyrir um úrslitin. Vikingo er hörkukeyrsla inn í heim hanaatisins, vúdú og vináttu þar sem sögur fléttast saman og örlög ráđast á nokkrum augnablikum í bardagahringnum.... minna