Mynd sem markar tímamót
Draumalandið er kvikmynd sem markar ákveðin tímamót í íslenskri kvikmyndalist. Hún er beitt og skemmtileg og í myndinni eru mörg óborganleg myndbrot og oft á tíðum er ekki annað hægt e...
"Hvað áttu þegar þú hefur selt allt?"
Draumalandið er íslensk heimildarmynd í leikstjórn Þorfinns Guðnasonar og Andra Snæs Magnasonar og segir frá ýmsum óþekktum hliðum við uppbyggingu iðnaðar og efnahagslífs á Íslandi...
Öllum leyfðDraumalandið er íslensk heimildarmynd í leikstjórn Þorfinns Guðnasonar og Andra Snæs Magnasonar og segir frá ýmsum óþekktum hliðum við uppbyggingu iðnaðar og efnahagslífs á Íslandi síðustu ár. Einbeitir myndin sér allra helst að því sem hefur gerst í orkumálum Íslendinga síðustu ár, byggingu Kárahnjúkastíflu og álvers ALCOA á Reyðarfirði. Reynir myndin að komast til botns í ýmsum málum sem virðast enn vera á huldu í þeim málum, eins og hvað fékk yfirvöld í raun og veru til að samþykkja að ráðast í slíka aðgerð, eins umdeild og hún reyndist verða. Voru það efnahagslegar forsendur? Var það stolt sem fékk okkur til að vilja virðast stór í augum heimsins? Eða trúðu yfirvöld því að það sem þau gerðu væri í raun best fyrir þjóðina? Og af hverju er svona mikil leynd í kringum allt málið?


Draumalandið er kvikmynd sem markar ákveðin tímamót í íslenskri kvikmyndalist. Hún er beitt og skemmtileg og í myndinni eru mörg óborganleg myndbrot og oft á tíðum er ekki annað hægt e...
Ég fór með vini mínum á þessa mynd fyrir nokkrum dögum. Hann er mikill náttúrusinnamaður og dró mig með sér. Þrátt fyrir að hafa aldrei verið mikið á móti álverum þá hafði þ...