Kurt verður vondur
2008
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 22. mars 2015
74 MÍNNorska
Tilnefnd fyrir besta handritið á hinum norsku Amanda verðlaunum sem og að hún var tilnefnd sem besta kvikmyndin á Annecy International Animated Film Festival 2009.
Einn daginn uppgötvar Kurt það að samfélagið ber litla virðingu fyrir þeim sem vinna á lyftara. Konan hans er metnaðarfullur arkitekt og nágranni hans er læknir. Jafnvel hans eigin börn eru ekki ánægð með starfsvettvang hans þó svo að hann sé vinsæll á meðal vinnufélaga sinna. Þrátt fyrir að elska vinnuna sína, hættir Kurt að vinna á lyftara með... Lesa meira
Einn daginn uppgötvar Kurt það að samfélagið ber litla virðingu fyrir þeim sem vinna á lyftara. Konan hans er metnaðarfullur arkitekt og nágranni hans er læknir. Jafnvel hans eigin börn eru ekki ánægð með starfsvettvang hans þó svo að hann sé vinsæll á meðal vinnufélaga sinna. Þrátt fyrir að elska vinnuna sína, hættir Kurt að vinna á lyftara með það að markmiði að komast hærra í samfélaginu. Hann vill verða ríkur með því að verða læknir eða jafnvel forsætisráðherra. En honum gengur frekar illa að ná þessum markmiðum sínum og því verður hann – vondur.... minna