Undraheimur LOTR í óviðjafnanlegum 4K myndgæðum

Kvikmyndaunnendur geta hugsað sér gott til glóðarinnar því von er á epísku kvikmyndaferðalagi í desember. Þá sýna Sambíóin The Lord of the Rings þríleikinn í „extended version“ og glæsilegri 4k upplausn á stærsta skjá landsins, Sal 1 í Sambíóunum Egilshöll.

Hér gefst einstakt tækifæri til að gleyma aðventu-stressinu um stundarsakir og sökkva sér í heim hobbita, seiðkarla og álfa.

Myndirnar verða sýndar 10., 11., og 12. desember nk.

Hér fyrir neðan eru stuttar kynningar:

Fyrsti hlutinn í þessum epíska og margverðlaunaða þríleik sem byggður er á meistaraverkum J.R.R. Tolkien. Sagan segir frá magnþrunginni ferð Hobbitans Fróða að eldfjallinu hjá Mordor til að eyða hring sem að gæti dregið að sér illsku frá öllum heimshornum....

The Fellowship of the Ring (10. desember)
Á fyrsta degi fylgjumst við með þeim Fróða og félögum er þeir leggja af stað til þess að eyðileggja Hringinn eina, máttbaug myrkrahöfðingjans Sauron. 4k upplausnin í Sal 1 í Sambíóunum Egilshöll lætur þér líða eins og þú sért staddur með föruneytinu í Miðgarði.

The Lord of the Rings: The Two Towers (2002)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.8
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn7/10

Miðkaflinn í þessum margverðlaunaða þríleik. Frodo og Sam halda áfram för sinni til Mordor meðan að aðrir bandamenn berjast við alla þá ógn sem að stefnir að þeim. Þeir félagar taka Gollum til fanga og halda áfram til Mordor með það að markmiði að eyða hringnum. ...

The Two Towers (11. desember)
Á öðrum degi heldur ævintýrið áfram og þarf föruneyti hringsins að kljást við nýjar áskoranir á meðan skuggar Mordor stækka. Lengri útgáfur þríleiksins efla upplifunina og gera persónunum og stórbrotnu landslagi kvikmyndanna hærra undir höfði.

Lokakaflinn í þríleiknum sem segir frá hinni æsispennandi baráttu gegn illskunni frá Mordor. Frodo þarf að ganga í gegnum erfiði, bæði andlega og líkamlega ef hann ætlar að eyða hringnum áður en of seint verður....

The Return of the King (12. desember)
Á þessum þriðja degi lýkur þríleik Hringadróttinssögu með einni bestu kvikmynd fyrr og síðar; Hilmir Snýr Heim. Mynd- og hljómgæðin í Sal 1 Sambíóunum Egilshöll koma til með að gera bardagasenuna um Minas Tirith í lokmynd þríleiksins að bíóupplifun á heimsmælikvarða.

Miðasala hafin

Miðasala er þegar hafin inn á Sambioin.is og hefur nú þegar selst mikið af miðum. Því fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þennan einstaka kvikmyndaviðburð þar sem gestum er boðið upp á að upplifa undraheim Middle Earth í óviðjafnanlegum 4K myndgæðum, eins og segir í tilkynningu frá SAM bíóunum.