Wonka í þriðja sinn á toppinum

Wonka, söngvamyndin um samnefndan súkkulaðigerðarmann, heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þriðju vikuna í röð. Um 1.900 manns sáu myndina um síðustu helgi og tekjurnar voru 3,2 milljónir króna. Tekjur Wonka samtals frá frumsýningu eru 22,6 milljónir króna.

Í öðru sætinu er ný mynd, teiknimyndin Endur, eða Migration eins og hún heitir á frummálinu. Rúmlega 1.400 manns mættu í bíó til að sjá myndina.

Þriðja sætið fellur svo í skaut ofurhetjunnar Aquaman í kvikmyndinni Aquaman and the Lost Kingdom. 950 sáu myndina um síðustu helgi en samtals hafa rúmlega 4.300 séð myndina í bíó hér á Íslandi.

Hin nýja myndin, Ferrari, fór beint í fjórða sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: