Foreldrarnir fóru fjórtán sinnum í bíó

Þegar Top Gun: Maverick var frumsýnd í bíó var grínast með það á Twitter, nú X, að foreldrar Glen Powell, annars aðalleikara rómantísku gamanmyndarinnar Anyone but You, sem komin er í bíó á Íslandi, hefðu séð myndina fjórtán sinnum í bíó, enda var sonurinn þar í áberandi hlutverki. Powell tísti í gríni að þetta væri á góðri leið með að gera foreldrana gjaldþrota.

Í myndinni lék Powell Jake Serensin höfuðsmann sem var með viðurnefnið Hangman. Hann var kokhraustur orrustuflugmaður í samkeppni við annan flugmann leikinn af Miles Teller, Bradley “Rooster” Bradshaw. Top Gun: Maverick sló í gegn árið 2022 og varð ein tekjuhæsta kvikmynd allra tíma.

Vildi þroskast

Eins og Movieweb talar um þá var Glen Powell frábær kostur í hlutverk Hangman en á síðunni kemur fram að hann sjálfur hafi ekki verið alltof ánægður með persónuna í fyrstu. Hann kom með ábendingar um handritið og fannst vanta að Hangman gæti þroskast í myndinni. Persónuna skorti samkennd með öðrum fannst Powell og hún sættist ekki við Rooster í lok myndar.

Handritshöfundurinn, Christopher McQuarrie, settist því aftur við skriftir og breytti karakternum og Powell sættist á útkomuna. Segja má að myndin hafi í raun skotið Powell „loksins“ upp á stjörnuhimininn en hann er 35 ára gamall.

Anyone But You (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.2
Rotten tomatoes einkunn 56%

Bea og Ben líta út sem hið fullkomna par, en eftir frábært fyrsta stefnumót gerist eitthvað sem breytir ástríðuhitanum yfir í algjört frost - þar til þau hittast óvænt í brúðkaupi í Ástralíu. Þau ákveða því að gera það sem allir þroskaðir fullorðnir einstaklingar ...

Powell hefur annars leikið í kvikmyndum í tuttugu ár en fyrsta hlutverkið var lítið hlutverk í Spy Kids 3-D: Game Over. Honum skaut upp eftir það í ýmsum minni hlutverkum eins og í hlutverki verðbréfasala í The Dark Knight Rises og bræðralagsgaur í Stuck in Love. Þá birtist hann einnig í Expendables 3.

Árið 2015 varð Powell þekktari eftir að hafa leikið Chad Radwell í þáttunum Scream Queens. Þættirnir , sem eru slægjugrín, urðu sígildir költþættir eftir að hafa verið sýndir á Fox sjónvarpsstöðinni í tvö tímabil. Powell var þar lykilmaður.

Eftir þetta fór ferilinn að rísa enn frekar og hann fékk hlutverk Finnegan í Everybody Wants Some!! Og hlutverk John Glenn í kvikmyndinni Hidden Figures.

Powell hefur, eins og Movieweb segir, sannað sig sem fjölhæfur leikari.

Árið 2018 lék Powell ásamt Zoey Deutch í rómantísku gamanmyndinni Set It Up á Netflix og hlaut hún mjög góðar viðtökur. Myndin sýndi og sannaði að Glen Powell á skilið fleiri aðalhlutverk í framtíðinni, og þá ekki hvað síst í rómantískum gamanmyndum.

2024 er árið sem Powell verður alvöru kvikmyndastjarna að mati Movieweb en nýja myndin, Anyone But You, hefur verið að fá mjög mikinn meðbyr og góða aðsókn í Bandaríkjunum.

Ný hamfaramynd

Þetta verður ekki eina mynd leikarans á þessu ári því hann er einnig í Twisters, framhaldi hamfaratryllisins Twister frá 1996. Twisters verður frumsýnd í sumar.

Þá framleiðir hann kvikmyndina Devotion og var með-handritshöfundur að Hit Man. Þá eru kvikmyndirnar Captain Planet og Most Dangerous Game, þar sem hann endurnýjar kynnin við Zoey Deutch, á leiðinni.