Vill snúa aftur heim, hvað sem það kostar

Furiosa: A Mad Max Saga, sem komin er í bíó á Íslandi, er í mjög stuttu máli um konu sem tekin er ung af heimili sínu og heitir því að snúa aftur heim, hvað sem það kostar.

Þetta kemur fram í máli leikstjórans George Miller en hér fyrir neðan má sjá hluta úr viðtali sem framleiðendur myndarinnar deildu með fjölmiðlum:

Uppruninn:

“Fury Road er saga sem gerist á þremur dögum og tveimur nóttum. Hluti af verkefninu var að segja sögu þar sem öll útlegging hennar var gerð jafnóðum. Til að ná því þurftum við að vita mikið um heiminn. Þannig að til dæmis, ef við tökum persónuna Furiosu, þá þurftum við að vita hvaðan hún kom, hverjar voru aðstæður hennar og hvað mótaði hana sem persónu. Hvar lærði hún það sem hún kann? Hvernig lenti hún upp á kant við umhverfið og hverjar eru vonir hennar og þrár. Þannig að við þurftum að semja sögu Furiosa áður en við reyndum að gera Fury Road.“

Hlutuðu í sundur

„Við vorum með handritið af Fury Road, en við þurftum eiginlega að hluta það í sundur og fara til baka. Við skrifuðum Furiosa sem kvikmyndahandrit og þegar við gerðum Fury Road þá gátum við deilt sögu Furiosa með leikurum og tökuliði.

Furiosa er ekki bara um persónuna, hún er um heiminn sem hún kemur úr. Og það gátu allir notið góðs af handritinu. Og við hugsuðum, “Hey, ef Fury Road verður vinsæl, þá munum við gera þessa sögu líka”. Það eru níu ár liðin síðan Fury Road var frumsýnd, og hérna erum við. Myndin er komin.”

Furiosa: A Mad Max Saga (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 90%

Heimurinn er á heljarþröm og hinni ungu Furiosu er rænt úr Green Place of Many Mothers og færð mótorhjólagenginu sem stríðsherrann Dementus fer fyrir. Á ferð sinni yfir einskismannslandið koma þau að borgvirki sem Immortan Joe stýrir. Hann og Dementus berjast um yfirráðin og ...

Ferðalagið:

“Hér er sögð saga manneskju frá 10 til 26 ára aldurs. Þetta er 15 ára saga, sannkallað ferðalag. Og það tengist beint atburðunum í Fury Road. Það væri hægt að tengja myndirnar saman. Sú mynd gerðist á þremur dögum og tveimur nóttum (eins og fyrr sagði). Þannig að það er miklu styttri tími. Fyrir þá sem hafa ekki séð Fury Road þá skiptir það ekki máli. En fyrir þá sem hafa séð myndina, þá skiptir það ekki öllu máli, nema að þú munt skilja allt sem á undan gerðist í Fury Road. Þetta er í raun ein löng saga.

Í sálu söguhetjunnar

Í mjög stuttu máli er þetta um konu sem er tekin ung af heimili sínu og heitir því að snúa aftur heim, hvað sem það kostar. Hún eyðir öllu lífi sínu í að reyna að komast til baka. Þetta er leiðangur. En tilgangur ferðalagsins er ekki það sem gerist heldur hvað á sér stað í sálu aðalsöguhetunnar. Þannig að þetta er um hvað hendir hana þegar hún reynir að komast heim og hvað hún verður – Furiosa.“

Leitin að Furiosu:

„Ég sá Anya í The Witch fyrir löngu síðan og áður en Fury Road var frumsýnd – hún var mjög ung þá. Svo sá ég hana í “Last Night in Soho.” Það er eitthvað aðlaðandi við hana. Hún hefur mjög mikla nálægð, ákveðni og ákefð segir Miller sem fór og ræddi við Anya í kjölfarið.

„Hún er eins og Charlize [Theron], hún æfði listdans. Hún ók mótorhjólum mjög ung samhliða ballettnum. Svo fór hún inn í leiklistina og fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni En hún sló í gegn mjög ung. Þannig að það eru klárlega líkindi með henni og persónunni.“