Næsta Bond mynd: Leikstjóri fundinn

Marc Forster mun leikstýra næstu Bond myndinni. Forster hefur áður leikstýrt myndum á borð við Monster’s Ball og Finding Neverland.

Áætlað er að frumsýna Bond myndina á næsta ári. Hún verður byggð á handriti sem Forster skrifar ásamt Paul Haggis sem leikstýrði Crash, en Haggis var einn af handritshöfundum Casino Royale.