Náðu í appið
Öllum leyfð

Finding Neverland 2004

Frumsýnd: 14. janúar 2005

How far can your imagination take you.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 67
/100
Fékk Óskarsverðlaunin fyrir tónlist. Tilnefnd til 6 annarra Óskarsverðlauna, þar á meðal Johnny Depp fyrir leik í aðalhlutverki.

Hér er fjallað um það hvernig rithöfundurinn J.M. Barrie fékk hugmyndina að sögunni um Pétur Pan. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að skrifa gott leikrit, þá er Barrie staddur í almenningsgarði að leika við hundinn sinn. Nokkrum augnablikum síðar kemur í garðinn það sem síðar átti eftir að verða innblásturinn að næsta leikriti hans; fjórir... Lesa meira

Hér er fjallað um það hvernig rithöfundurinn J.M. Barrie fékk hugmyndina að sögunni um Pétur Pan. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að skrifa gott leikrit, þá er Barrie staddur í almenningsgarði að leika við hundinn sinn. Nokkrum augnablikum síðar kemur í garðinn það sem síðar átti eftir að verða innblásturinn að næsta leikriti hans; fjórir drengir og ekkjan móðir þeirra, sem virðist vera veik. Næstu mánuðina leikur hinn barnslegi Barrie sér við drengina daglega, og hugmyndaríkir leikir þeirra gefa honum hugmynd að leikriti. Samtímis þá þróast vinskapur við móður drengjanna, Sylvia, nokkuð sem skapraunar eiginkonu hans Mary mjög, en hann eyðir litlum tíma með henni, enda sofa þau í sitthvoru svefnherberginu. Móðir Sylvia er einnig óhress með sambandið sem og hástéttarsamfélagið, sem slúðrar af kappi um það hvernig hann laðast að ekkjunni og sonum hennar. Þegar heilsa Sylviu versnar, þá styrkist samband Barrie og drengjanna og nú verður hann að finna leið til að koma konunni sem veitir honum andagiftina til Hvergilands, ( Neverland ).... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er ein af þeim sem ég ætlaði að sjá en var ekkert að flýta mér að því, var ekkert of spennt. Ég sé svo innilega ekki eftir því að hafa smellt mér á hana um helgina því hún er algerlega frábær. Myndin er lauslega byggð á þvi hvernig hugmynd rithöfundarins J.M.Barry að sögunni um Pétur Pan varð til, við kynni hans af ekkju nokkurri og fjórum sonum hennar. Við þetta fléttast svo samband Barry við eiginkonu hans en það er víst litlu hægt að bæta við um söguþráðinn án þess að gefa hann upp.

Ég veit ekki hvar ég á að byrja á að dásama myndina en byrjum á því að segja að leikurinn var frábær ekki síst hjá Depp. Christie og Winslet bregðast ekki frekar en vanalega en litli strákurinn, Peter, stal samt senunni og var svo yndislegur að mig langaði að ættleiða hann. Myndatakan og litirnir sveipuðu myndina ævintýrablæ sem passaði svo einstaklega vel við efnistökin, og leikritið sjálft um Pétur Pan sem við sjáum að hluta er algerlega frábært og ég myndi gjarna vilja sjá það. Þetta er einfaldlega óvenjulega yndisleg og falleg saga og ein sú allra besta mynd sem ég hef séð lengi
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er mjög falleg og sorgleg að mínu mati. Myndatakan og gott handrit gera þessa mynd af góðri mynd. Leikararnir Johnny Deep og Kate Winslet skila sínum hlutverkum mjög vel og aukaleikararnir sem leika strákana fjóra skila sínum hlutverkum vel, sérstaklega pilturinn sem leikur Peter. Tónlistin í myndinni er falleg. Mjög góð mynd í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Finding Neverland er meistaraverk frá uppphafi til enda og er hún tilnefnd til 7 óskarsverðlauna nú í ár og þar á meðal sem besta mynd, besti leikari í aðalhlutverki (Johnny Depp) og besta handrit. Myndin fjallar um rithöfundin James M. Barrie og fjölskylduna sem veitti honum innblástur til að skrifa eina af dáðustu sögum allra tíma, nefnilega söguna um Peter Pan. Leikstjóri þessarar myndar er Marc Forster( Monster's Ball) og tekst honum mjög vel að flytja söguna yfir á hvíta tjaldið og ég undra mig á því að hann fái ekki óskarstilnefningu fyrir leikstjórn sína. Leikararnir í myndini standa sig mjög vel og ber þar helst að nefna Johnny Depp sem er hreint útsagt magnaður í hlutverki James M. Barrie og hlaut hann verðskuldaða óskarsverðlauna tilnefngu fyrir leik sinn í myndini. Aðrir leikarar standa sig vel og tekst Kate Winslet vel upp í sínu hlutverki og einnig sýnir Dustin Hoffman fínan leik. Senuþjófur myndarinar (ásamt Depp) er þó óskarsverðlaunahafinn Julie Christie sem sýnir snildartakta í Mrs. Emma du Maurier og kom það mér á óvart að hún skildi ekki fá óskarsverðlauna tilnefningu fyrir leik sinn í myndinni. Útlit myndarinar er mjög flott og hefur mikil vinna verið lögð í að skapa andrúmsloftið sem ríkti undir lok Viktoríutímans. Eins og áður segir er Finding Neverland tilnefnd til 7 óskarsverðlauna og eru tilnefningarnar eftirfarandi: Besta mynd, besti leikari í aðalhlutverki (Johnny Depp), besta handrit byggt á áður útgefnu efni, besta klipping, bestu búningar, besta tónlist og besta listræna stjórnunin. Þrátt fyrir allar þessar til nefningar er ég voða hrædur um að Finding Neverland fari tómhent heim af verðlaunahátíðinni en maður vonar samt að hún taki eina til tvær stitur heim með sér. Í heildina litið er Finding Neverland hugljúf mynd sem allir ættu að elska, jafnvel hörðustu töfarar. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Yndisleg mynd sem hefur áhrif á alla sem sjá hana. Ég gerði mér ákveðnar væntingar, og varð ekki fyrir neinum vonbrigðum. Einu vonbrigðin voru þau að myndin fékk hvorki Golden globe fyrir bestu mynd né besta leikara í aðalhlutverki, en Johnny Depp fannst mér gera frábæra hluti og túlka hlutverk sitt á frábæran hátt. Kate Winslet stóð sg líka vel, auk þess sem strákurinn sem lék Peter (man ekki hvað hann heitir) tólkaði hlutverk sitt á ótrúlegan hátt. Ég ber mikla virðinug fyrir Johnny Depp, og vona innilega að hann fái ósarinn fyrir þessa túlkun sína.

Mæli mðeð því að allir sjái þessa mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Notaleg
Johnny Depp er örugglega fjölbreyttasti leikari sinnar kynslóðar. Nafn hans eitt og sér er orðið að merki um gæði nú til dags. Sama er hægt að segja um Kate Winslet. Finding Neverland er vönduð og að flestu leyti mjög vel unnin mynd. Þetta getur í raun talist blanda af býsna mörgu. Hér er um að ræða allt í einum pakka; drama, gamanmynd, búningamynd, athyglisverða og sannsögulega karakterstúdíu með örsmáum skammti af fantasíu.

Sagan er góð, bæði falleg og heillandi. Leikurinn er stórfínn, og það segir sig sjálft. Depp smellpassar í aðalhlutverkið og það geislar af Winslet að venju. Julie Christie og Dustin Hoffman sýna jafnframt skemmtilegar - þó ekki eins fjörugar - frammistöður. Tæknileg vinnsla, einna helst myndatakan, skilar sér einnig stórfenglega ásamt tónlistinni og annarri umgjörð. Besta leiðin til að lýsa Finding Neverland er að þetta er mjög örugg mynd, eitthvað sem öll fjölskyldan getur horft á. Hún er yndisleg hvað afþreyingargildi varðar og flæðir vel í gegn. Eina sem ég get eiginlega sett verulega út á er hvað endirinn fylgir klisjunni sterkt. Ég geri mér grein fyrir að þetta sé byggt á sönnum atburðum, en dramatíkin hittir ekki alveg í mark og á endanum virkar þessi þráður einum of kunnuglegur. En ég var ekki eins heillaður og átti von á, og þegar um er að ræða leikstjóra Monster's Ball segir það nokkuð margt.

Þrátt fyrir það mæli ég eindregið með þessari mynd, og ég get varla lýst því hversu mikið virðing mín fyrir Depp (maður sem ég hef þegar alltaf dýrkað sem leikara) hefur aukist með undanförnum árum.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn