Náðu í appið
Öllum leyfð

Christopher Robin 2018

Justwatch

Frumsýnd: 10. ágúst 2018

Sooner or later, your past catches up to you.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Sögur breska rithöfundarins Alans Alexander Milne um Bangsímon og vini hans í Hundraðekruskógi, og þá ekki síst vinskap þeirra og Christophers Robin, eru fyrir löngu orðnar sígildar. Í þessari mynd bregðum við okkur aftar í tímann og sjáum hvað gerist þegar þeir Christopher og Bangsímon hittast á ný eftir að hafa ekki sést í meira en tvo áratugi. Hefur... Lesa meira

Sögur breska rithöfundarins Alans Alexander Milne um Bangsímon og vini hans í Hundraðekruskógi, og þá ekki síst vinskap þeirra og Christophers Robin, eru fyrir löngu orðnar sígildar. Í þessari mynd bregðum við okkur aftar í tímann og sjáum hvað gerist þegar þeir Christopher og Bangsímon hittast á ný eftir að hafa ekki sést í meira en tvo áratugi. Hefur eitthvað breyst? Christopher Robin, sem nú er orðinn fullorðinn, býr í London ásamt eiginkonu sinni og dóttur og er svo gott sem búinn að gleyma æskuævintýrum sínum með Bangsímon og félögum í Hundraðekruskógi. Hann verður því ekkert lítið undrandi þegar hann hittir Bangsímon lifandi kominn á ný í garði einum í borginni. Þegar í ljós kemur að Bangsímon er týndur og ratar ekki aftur heim hefst nýtt ævintýri í lífi þeirra beggja – og allra annarra sem við sögu koma ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

25.02.2019

Hvar eru Óskarsmyndirnar sýndar?

Óskarsverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood í gær, og var mikið um dýrðir. Sumt kom á óvart annað ekki eins og gengur, en flestir eru á því að Green Book hafi verið vel á verðlaununum komin fyrir bestu mynd se...

23.01.2019

Sam Elliott um Óskarstilnefninguna: “Það var kominn tími til”

Bandaríski leikarinn Sam Elliott, sem ætti að vera flestum kvikmyndaunnendum að góðu kunnur, hefur nú tjáð sig um sína fyrstu tilnefningu til Óskarsverðlauna, en hann er tilnefndur nú í ár fyrir bestan meðleik í A ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn