Christopher Robin
2018
Frumsýnd: 10. ágúst 2018
Sooner or later, your past catches up to you.
104 MÍNEnska
72% Critics
83% Audience
60
/100 Sögur breska rithöfundarins Alans Alexander Milne um Bangsímon
og vini hans í Hundraðekruskógi, og þá ekki síst vinskap
þeirra og Christophers Robin, eru fyrir löngu orðnar sígildar. Í
þessari mynd bregðum við okkur aftar í tímann og sjáum hvað
gerist þegar þeir Christopher og Bangsímon hittast á ný eftir
að hafa ekki sést í meira en tvo áratugi. Hefur... Lesa meira
Sögur breska rithöfundarins Alans Alexander Milne um Bangsímon
og vini hans í Hundraðekruskógi, og þá ekki síst vinskap
þeirra og Christophers Robin, eru fyrir löngu orðnar sígildar. Í
þessari mynd bregðum við okkur aftar í tímann og sjáum hvað
gerist þegar þeir Christopher og Bangsímon hittast á ný eftir
að hafa ekki sést í meira en tvo áratugi. Hefur eitthvað breyst?
Christopher Robin, sem nú er orðinn fullorðinn, býr í London ásamt
eiginkonu sinni og dóttur og er svo gott sem búinn að gleyma
æskuævintýrum sínum með Bangsímon og félögum í Hundraðekruskógi.
Hann verður því ekkert lítið undrandi þegar hann hittir
Bangsímon lifandi kominn á ný í garði einum í borginni. Þegar í ljós
kemur að Bangsímon er týndur og ratar ekki aftur heim hefst nýtt
ævintýri í lífi þeirra beggja – og allra annarra sem við sögu koma ...... minna