Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Monster's Ball 2001

(Monsters Ball)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. mars 2002

A lifetime of change can happen in a single moment.

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 69
/100
Halle Berry hlaut Óskarsverðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Var einnig tilnefnd fyrir handrit.

Myndin gerist í suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún segir sögu hvíts manns sem er rasisti að nafni Hank, sem vinnur með syni sínum Sonny, og býr með föður sínum Buck, sem er einnig kynþáttahatari. Hank verður ástfanginn af þeldökkri konu að nafni Leticia. Fyrir kaldhæðni örlaganna þá er Hank fangavörður á dauðadeild í fangelsinu þar sem eiginmaður Leticiu,... Lesa meira

Myndin gerist í suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún segir sögu hvíts manns sem er rasisti að nafni Hank, sem vinnur með syni sínum Sonny, og býr með föður sínum Buck, sem er einnig kynþáttahatari. Hank verður ástfanginn af þeldökkri konu að nafni Leticia. Fyrir kaldhæðni örlaganna þá er Hank fangavörður á dauðadeild í fangelsinu þar sem eiginmaður Leticiu, Lawrence Musgrove var tekinn af lífi. Samband Hank og Leticia leiðir til hálfgerðrar ringulreiðar og ruglings og nýrra hugmynd fyrir þessa tvo ólíku elskendur. ... minna

Aðalleikarar


Monster's Ball er meistaraverk, pure and simple. Góð og mjög áhrifarík saga, meistaralega skrifað handrit, góð persónusköpun, mikil dramatík og magnaður leikur frá helstu leikurum. Allt frá aukahlutverkum frá leikurum eins og Heath Ledger og Peter Boyle sem sýna fína takta, frá stórleik frá leikurunum Billy Bob Thornton og Halle Berry, sem átti alveg skilið að fá Óskarinn fyrir magnaða frammistöðu sína í myndinni. Monster's Ball er dramamynd eins og þær gerast bestar. Stórkostleg bíómynd sem fólk verður að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nokkuð góð mynd,kom mér á óvart hvað hún var vel leikin enda fékk Halle Berry Óskarsverlaun. Billy Bob leikur kynþáttahatara sem hittir konuna sem Halle Berry leikur,en eiginmaður hennar,hörmulega leikinn af Puff Daddy var settur í rafmagnsstólinn. Frekar sorgleg en bara nnokkuð ágæt mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar depressing mynd en fylld með góðum leikurum og leikstjórn. Billy Bob Thornton leikur kynþáttahatara sem hefur sína reynslu af því. En mál breytast þegar hann hittir konuna sem Halle Berry leikur. Alveg ágæt mynd en vel skrifuð og leikin og leikstýrð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Halle Berry fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd en Will Rokos og Milo Addica voru einnig tilnefndir fyrir handritið af myndinni. Myndin hefur líka fengið fullt af öðrum verðlaunum og tilnefningum. Leikstjóri myndarinnar, Mark Foster hefur ekki verið að gera þekktar myndir í gegnum tíðina svo þessi er tvímælalaust frægasta myndin hans. Billy Bob Thornton óg Halle Berry hafa hinsvegar verið að gera ágæta hluti og ef eitthvað er þá eru þau að bæta sig með þessari mynd.

Hank Growotski (Billy Bob Thornton) er slæmur faðir sem lemur son sinn, Sonny (Heath Ledger). Hann er einnig mikill kynþáttahatari en það hefur hann frá föður sínum. Leticia Musgrove er einnig slæm móðir sem slær sonn sinn, Tyrell (Coronji Calhoun) og skammar hann fyrir að vera eins feitur og hann er. Hank vinnur á dauðadeild fangelsis í Georgíu en þar situr eiginmaður Leticiu en það á að taka hann af lífi mjög bráðlega. Eftir að hann hefur verið tekinn af lífi í rafmagnsstól deyr sonur hans og Leticiu í bílslysi og sonur Hank´s sviptir sig lífi. Hank og Leticia hittast svo og hugga hvort annað. Þau verða svo ástvinir aðeins út af því þau bæði þurfa á ást að halda.

Þrátt fyrir alla þessa hádramatík nær þessi aldrei að verða of væmin. Að því leyti er hún ólík Dancer in the Dark og In the Bedroom sem ætluðu að drepa mann því þær voru svo væmnar. Mér fannst þetta alveg ágæt mynd en það vantaði spennu og svo þurfti hún ekki að vera svona langdregin.

Billy Bob Thornton lék geðveikt vel og Halle Berry líka þótt hún haif alls ekki átt Óskar skilinn fyrir leik sinn. Þær voru margar betri sem voru ekki einu sinni tilnefndar t.d. Naomi Watts (Mulholland Dr.), Nicole Kidman (The Others), Thora Birch (Ghost World) og Audrey Tautou (Amélie). í heildina er Monsters Ball samt fín mynd...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Monster´s Ball er mjög trúverðug mynd. Hún er mjög flöt (jöfn lína í handriti, þ.e. heldur sínu striki án mikilla breytinga) allan tímann en manni leiðist ekki og myndin er mjög átakanleg. Hún fjallar um líf konu og manns. Annars vegar Leticia Musgrove, sem Halle Berry leikur og fékk óskarinn fyrir og átti svo sannarlega skilið. Hún á son sem heitir Tyrell og er frábærlega leikin af Coronji Calhoun. Hann er mjög feitur og tekur Leticia það mjög nærri sér. Föður Tyrells heitir Lawrence (Sean Puffy Combs) og hefur hlotið dauðadóm og verður settur í rafmagnsstól. Hins vegar fangavörðinn Hank Grotowski, sem er leikin af Billy Bob Thornton. Hann átti óskarinn ekki síður skilinn en Halle. Hank er harðbrjósta og einn versti faðir sem hægt að hugsa sér. Sonny (Heath Ledger) er sonur hans og tekur líf sitt síðan fyrir framan föður sinn og afa sinn. Þessi erfiða upplifun breytir Hank sem persónu. Afi Sonny, Buck (Peter Boyle) er ekki betri faðir og manneskja en Hank. Hann er uppfullur af kynþáttafordómum og karlrembu. Eftir dauða Lawrencar lendir Tyrell fyrir bíl og deyr. Þá kynnast Hank og Leticia og hjálpa hvort öðru í gegnum erfiðleikana. Leikur aukaleikaranna er mjög góður og kemur mér Puff Daddy/ P. Diddy mjög á óvart. Halle Berry og Billy Bob Thornton leika rosalega vel og þau hreint verða að Leticiu og Hank. Handritið er gott og leikstjórnin mjög góð. Monster´s Ball er ein besta grenjumynd allra tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn