Njósnagrínmynd vinsælust á Íslandi!

Njósnagrínmyndin kostulega, Spy, fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina og skaut þar með stórslysamyndinni San Andreas ref fyrir rass, og sendi sömuleiðis íslensku myndina Hrútar niður í þriðja sæti listans, en Hrútar var vinsælasta myndin í síðustu viku. San Andreas er þó ekki langt á eftir Spy í tekjum eins og sést á meðfylgjandi lista.

melissa

Spy segir frá því þegar yfirmenn bandarísku leyniþjónustunnar uppgötva að stórhættuleg glæpadrottning hefur komist yfir öflugt vopn sem hún hyggst nú selja til hryðjuverkahóps, en það ógnar auðvitað heimsfriðinum og má alls ekki gerast.

Sjáðu topp 17 listann hér fyrir neðan:

boxoffice

 

Spy var ekki einungis vinsæl á Íslandi heldur tyllti hún sér á topp bandaríska aðsóknarlistans eins og sjá má hér að neðan:

box ua