Sambíóin frumsýna Íslensku gay vampíru sprautuklámsmyndina ÞORSTI á morgun, föstudaginn 25. október, og sama dag frumsýnir Sena kvikmyndina Zombieland: Double Tap. Þá frumsýnir Sena dönsku myndina Dronningen í Háskólabíói en hún fer svo í Bíó Paradís 8. nóvember. Þá er Addams family að koma í bíó einnig, en hún verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, SAMbíóunum í Álfabakka og í Keflavík, í Borgarbíói og í Háskólabíói.
Þorsti verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík. Ísafjarðarbíói, Bíóhöllinni Akranesi, Bíóhúsinu Selfossi, Eyjabíói og Skjaldborgarbíói.
Zombieland: Double Tap er sýnd Sýnd í Smárabíó, Háskólabíó, Laugarsbíó og Borgarbíó Akureyri.
Glæpir og hrottaskapur
Kvikmyndin Þorsti gerist í litlum bæ, ekki ólíkum Reykjavík þar sem óöld liggur í loftinu og undarlegir glæpir og hrottaskapur virðast vera daglegt brauð. Myndin Fjallar um Huldu sem er grunuð um að hafa orðið valdur að andláti bróður síns og er því til rannsóknar hjá Jens rannsóknarlögreglu. Móðir Huldu, sem skolar niður pillum með bláum Smirnoff á morgnana trúir því einnig að hún hafi orðið bróður sínum að bana. Eftir að hafa verið sleppt úr varðhaldi vegna ónógra sannana hefur hún í engin hús að venda og þvælist um þar til hún rekst á Hjört, mörg þúsund ára gamla, einmanna og samkynhneigða vampíru sem hjálpar henni að vekja Steinda bróður hennar til lífs aftur með hræðilegum afleiðingum á sama tíma og þau þurfa að verjast ágangi Esterar og Birgittu og sértrúarsöfnuði þeirra, sem virðist elta þau á röndum…
Aðalhlutverk: Hjörtur Sævar Steinason, Hulda Lind Kristinsdóttir, Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir, Jens Jensson, Ester Sveinbjarnardótir, Birna Halldórsdóttir ásamt fullt af aukaleikurum.
Leikstjórn: Steinþór H. Steinþórsson og Gaukur Úlfarsson
Áhugaverðir punktar til gamans:
-Engin íslensk mynd hefur opnað eins víða og Þorsti á þessu ári
-Það eru fullt af aukaleikurum í myndinni og má þar nefna Steindi JR. Ingvar Sigurðsson, Jón Gnarr, Herra Hnétusmjör, Jón Jónsson, Ólafía Hrön Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Aron Mola, Halldóra Geirharðsdóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson og Pétur Jóhann Sigfússon.
Snarrugluð fjölskylda
Zombiland: Double Tap er framhald af hinni stórvinsælu uppvakningagrínmynd frá 2009, eins og segir í tilkynningu frá Senu.
Eftir viðburði fyrstu myndarinnar eru þau Columbus, Tallahassee, Wichita og Little Rock eins og nátengd fjölskylda, þó snarrugluð sé. Nú mæta þessir klóku uppvakningabanar nýrri tegund uppvakninga, sem þróast hefur í auknum mæli. Eins og það sé ekki nóg tekst hópurinn líka á við venjulegt mannfólk sem lifði af uppvakningapláguna á sínum tíma. Ekki er auðvelt að vita hverjum skal treysta og fljótt neyðast fjórmenningarnir til að standa saman sem aldrei fyrr.
Leikstjórn: Ruben Fleischer
Handrit: Dave Callaham, Rhett Reese, Paul Wernick
Aðalhlutverk: Woody Harrelson, Emma Stone, Jesse Eisenberg,
Abigail Breslin
Lostinn fer stigvaxandi
Anne er snjall og metnaðarfullur lögfræðingur sem hefur sérhæft sig í málefnum barna og ungmenna. Hún virðist lifa hinu fullkomna lífi með eiginmanni sínum, lækninum Peter, og tvíburadætrum þeirra. Anne á einnig stjúpson á unglingsaldri, Gustav, sem hefur ekki haft mikið saman að sælda við fjölskyldu föður síns. Þegar Gustav flytur inn til Anne og Peters setur stigvaxandi losti stjúpmóðurinnar af stað atburðarás sem getur ógnað allri tilveru hennar ef upp kemst.
Dronningen er ítarleg lýsing á hörmulegu fjölskylduleyndarmáli og afleiðingum ofdrambs, losta og lyga sem leggjast á eitt til að leiða aðalpersónuna í óhugsandi ógöngur.
Dronningen er framlag dana til Óskarsverðlauna og er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.
Leikstjórn: May el-Toukhy
Aðalhlutverk: Trine Dyrholm, Magnus Krepper
Ódrepandi fjölskylda
Heimsins furðulegasta fjölskylda, Addams-fjölskyldan, hefur nýverið flutt sig um set og hreiðrað um sig í gömlu húsi í New Jersey þar sem krakkarnir, Wednesday og Pugsley, þurfa nú að ganga menntaveginn eins og önnur börn.
Ekki líður á
löngu uns þessi sérstaka fjölskylda er búin að gera allt vitlaust á svæðinu án þess þó að gera sér grein fyrir út af hverju!
Hin vægast sagt sérstaka og algjörlega ódrepandi Addams-fjölskylda mætir aftur í bíó 25. október eftir 26 ára hlé, í þetta sinn
í formi teiknimyndar þar sem hinn upprunalegi, og oft og tíðum
bleksvarti húmor höfundarins, Charles Addams, sem var einmitt
fæddur og uppalinn í Jersey, er í heiðri hafður frá upphafi til enda …
Íslensk talsetning: Valur Freyr Einarsson, Esther Talia Casey, Þórunn Lárusdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórey Birgisdóttir, Lúkas Emil
Johansen, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Hanna María Karlsdóttir, o.fl.
Þýðing: Haraldur Jóhannsson
Leikstjórn: Orri Huginn Ágústsson
Áhugaverðir punktar til gamans:
-Segja má að hér snúi Addams-fjölskyldan aftur til upprunans því útlit persónanna og umhverfi þeirra er fyrst og fremst byggt á upphaflegu teiknimyndaseríunni eftir Charles Samuel Addams sem birtist fyrst í dagblaðinu The New Yorker árið 1938. Um leið er þetta í fyrsta sinn sem teiknimynd í fullri lengd er gerð um Addamsfjölskylduna því eins og menn muna voru 1991- og 1993-myndirnar, The Addams Family og Addams Family Values, leiknar myndir.
-Hermt er að fyrirmyndir Charles Addams að þeim Gomez og Morticu Addams hafi verið leikararnir Peter Lorre og Gloria Swanson.
-Myndin verður sýnd bæði með íslenskri og enskri talsetningu en í
ensku útgáfunni eru það þau Oscar Isaac, Charlize Theron, Chloë
Grace Moretz, Finn Wolfhard, Nick Kroll, Snoop Dogg, Bette Midler,
Allison Janney, Martin Short, Pom Klementieff, Elsie Fisher, Maggie
Wheeler og Catherine O’Hara sem tala fyrir helstu persónurnar.
-Fyrir utan hið hefðbundna og þekkta fjölskyldustef Addams-fjölskyldunnar inniheldur myndin fullt af flottri tónlist eftir Jeff og
Mychael Danna, og m.a. lögin Haunted Heart með Christinu Aguilera og My Family með Migos, Karol G, Rock Mafia og Snoop Dogg.