Nýtt í bíó – Keanu

Á morgun, miðvikudaginn 18. maí, frumsýnir Samfilm gamanmyndina Keanu í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói og Bíóhöllinni Akranesi.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

„Þegar einhver brýst inn til málarans skakka, Rells, og nemur á brott kettlinginn hans og helstu fyrirsætu, Keanu, fær hann vin sinn og frænda, Clarence, til að aðstoða sig við að hafa uppi á kattarræningjunum. En björgunarleiðangurinn fer illa úrskeiðis,“ segir í tilkynningu Samfilm.

keanu

Aðalhlutverk: Keegan-Michael Key, Jordan Peele, Will Forte, Nia Long, Luis Guzmán, Method Man og Rob Huebelo

Leikstjórn: Peter Atencio

Aldurstakmark: 16 ára

Áhugaverðir punktar til gamans: 

keanu poster– Þeir félagar, Keegan-Michael Key og Jordan Peele, vöktu fyrst verulega athygli fyrir gamanmál sín í MADtv-grínþáttunum þar sem Keegan var í átta ár og Jordan í fimm. Samstarf þeirra þar leiddi til þess að þeir fóru í janúar 2012 af stað með sína eigin gamanþætti, Key & Peele, á Comedy Central-grínstöðinni og náðu þeir á skömmum tíma miklum vinsældum sem urðu til þess að 53 þættir voru framleiddir. Samhliða vaxandi vinsældum þáttanna komu þeir félagar einnig víða við í öðrum bandarískum gamanþáttum og til marks um vinsældirnar má nefna að þeir voru árið 2014 komnir inn á lista tímaritsins Time yfir 100 áhrifamestu mennina í bandarískum skemmtiiðnaði.

– Keanu er fyrsta myndin sem þeir Keegan og Jordan leika saman í en búast má við að þeir verði tíðir gestir á hvíta tjaldinu á næstu árum, bæði saman og hvor í sínu lagi, enda báðir með mörg verkefni í bígerð.

– Leikstjóri Keanu er Peter Atencio en hann leikstýrði einnig öllum 54 þáttunum af Key & Peele og þekkir því húmorinn vel. Handritið er svo skrifað af Jordan Peele sjálfum og handritshöfundinum Alex Rubens, en þeir tveir skrifuðu einnig mest af því efni sem var í þáttunum.