Nýtt Matrix plakat

Nýtt plakat var að lenda fyrir The Matrix Resurrections, eða Fylkið: Upprisur, í lauslegri íslenskri snörun, sem kemur í bíó 22. desember nk.

Söguþráður er enn á huldu en þangað til er hægt að ímynda sér atburði myndarinnar með því að skoða stikluna hér að neðan og plakatið….

Á plakatinu er Keanu Reeves vígalegur með sítt hár og sólgleraugu, reiðubúinn að mæta hverjum þeim öflum sem mæta honum í raunheimum og þeim óraunverulegu.

Aðrar persónur eru ekki síður til í tuskið, ef eitthvað er að marka myndina sem er böðuð grænu ljósi eins og við þekkjum á öðrum eldri Matrix plakötum.

Myndin er litlar 148 mínútur og því er ljóst að menn eru að fá mikið fyrir peninginn um jólin!