Nýtt plakat úr Lucy með Scarlett Johansson

Nýtt plakat úr spennumyndinni Lucy með Scarlett Johansson í aðalhlutverki er komið á netið.

lucy

Luc Besson leikstýrir myndinni, sem kemur í bíó 25. júlí vestanhafs. Hún átti að koma á hvíta tjaldið 8. ágúst en talið er að henni hafi verið flýtt til að sleppa við samkeppni við myndirnar Teenage Mutant Ninja Turtles og Into The Storm.

Lucy fjallar um konu sem neyðist til að gerast burðardýr. Þegar eiturlyfjapoki í maga hennar springur breytist hún í hálfgerða ofurhetju.