Ofurvinir og engir kjölturakkar

Nýjasta ofurhetjumynd Dwayne Johnson, sem er nota bene ekki Black Adam ( kemur í haust ), heldur DC League of Super Pets, þar sem The Rock talar fyrir ofurhundinn Krypto, besta vin Súperman hefur verið að fá fína dóma erlendis.

Félagar og vinir.

Krypto kallar í myndinni saman leðublökuhundinn Ace, sem grínistinn Kevin Hart talar fyrir, hina stórkostlegu Whatzit, sem Natasha Lyonne túlkar, svínið PB sem Vanessa Bayer talar fyrir og ofuríkornann Chip, sem Diego Luna úr Narcos Mexíkó, talar fyrir, þegar ofurhetjuteymið Justice League er tekið sem gíslar af Lulu og erkióvini Súpermanns, Lex Luthor.

76% á Rotten Tomatoes

Myndin er með 76% á Rotten Tomatoes vefsíðunni þegar þetta er skrifað.
The Wrap segir meðal annars um myndina: “Þó að myndin sé ekki eins stjórnlaus og yfirgengilega hlægileg og Teen Titants GO! To the Movies, þá hefur þessi teiknimynd samt sem áður – og býður upp á – fullt af fjöri með ferfætlingunum félögum meðlima Justice League. Þeir eru meira ofur vinir en einhverjir kjölturakkar.”

Krypto reynir að vekja besta vininn.

San Francisco Chronicle segir: “Dásamleg blanda af hlátri og hjarta sem mun gera mikið fyrir DC aðdáendur, og mun einnig skapa teiknimyndaheiminum nýja kynslóð af ungum aðdáendum.“
Variety segir: „Sögurþáðurinn er … söguþráður. Það er nóg að gerast í honum, æsilegur og flott teiknaður. En það eru hæfilega margir óvæntir hlutir í gangi, eins og t.d. þegar kettlingur með smábarnarödd hóstar upp hárkúlu – sprengikúlum.

DC League of Super-Pets enda með risa skrímsla lokaatriði, sem er svo sem ekkert óvænt, en það verður að segja að teiknararnir skila þar góðu verki. Og Batman fær góða meðferð þar sem hundurinn bjargar deginum með því að sleikja hann í framan. Það er nóg til að kalla afram bros á andliti hans, og áhorfendum líka.“

Bestu teiknimyndirnar

Deadline segir: „DC League of Super-Pets beinir sjónum sínum að meðreiðarhundi Superman og Supberboy, Krypto, ofurhundi. Þessi frábæra teiknimynd, sem leikstýrt er af Jared Stern og er með Dwayne Johnson og Kevin Hart í aðalhlutverkum sýnir vel afhverju DC býr til einhverjar bestu teiknimyndir dagsins í dag.“
Það er greinilegt að bíóferð á DC League of Super-Pets er góð hugmynd og það mætti jafnvel taka hundinn með, ef það er þá leyfilegt!