Orðinn stórstjarna 48 ára gamall

Stranger Things stjarnan David Harbour sem fer með eitt aðalhlutverkanna í kappakstursmyndinni Gran Turismo sem kom í bíó í síðustu viku, er að segja má seinþroska leikari í þeim skilningi að hinar miklu vinsældir hans eru nýtilkomnar. Harbour er 48 ára gamall.

Harbour hefur leikið frá því seint á tíunda áratug síðustu aldar þegar hann þreytti frumraun sína á skjánum í sápuóperunni As The World Turns. Hann átti síðan frábæran feril í leikhúsi og kleif hægt og sígandi upp stigann í Hollywood. Hann lék aukahlutverk í kvikmyndum eins og Brokeback Mountain og mynd Madonnu W.E. en einnig í stórmyndum eins og James Bond kvikmyndinni Quantum Of Solace ( Þar lék hann spilltan CIA leyniþjónustustjóra) og í Suicide Squad ( Þar lék hann skrifstofumann í Washington) hvort sem einhver tók eftir honum þar eða ekki.

Gran Turismo (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1

Mögnuð saga breska ökuþórsins Jann Mardenborough sem vann Gran Turismo tölvuleikjakeppnina "GT Academy" árið 2011 og sló þar út 90.000 manns aðeins 19 ára gamall. Hann keppti, í kjölfarið, í atvinnukappakstri á vegum Nissan - sem hann starfar enn við í dag....

En árið 2016 komu stóru tímamótin þegar hann var ráðinn til að leika lögreglustjórann Jim Hopper í Netflix vísindaskáldsagnaseríunni Stranger Things.  Þetta hlutverk breytti öllu fyrir okkar mann og hann var orðinn stór stjarna snemma á fimmtugsaldri. „Ég bjóst aldrei við að leika aðalhlutverk í kvikmynd. Ég hélt að ef maður væri ekki búinn að gera það fyrir 35 ára aldur þá væri það ekki að fara að gerast. Það er því  mjög gaman að byrja svona nýjan kafla sem aðalleikari, mun síðar á lífsleiðinni. Það er mjög óvænt,“ segir Harbour í samtali við tónlistartímaritið NME.

Andhetja og Marvel

Hlutverkin sem Harbour á þar við eru t.d. andhetjan Hellboy í samnefndri kvikmynd frá árinu 2019 og Red Guardian í Marvel ofurhetjumyndinni Black Widow.

Gran Turismo fjallar um breska tölvuleikjaspilarann Jann Mardenborough, sem leikinn er af Archie Madakwe, sem fékk drauminn uppfylltan og fór úr tölvuleikjunum yfir í kappakstur á alvöru kappakstursbraut. Harbour segir að þetta sé ekki dæmigerð tölvuleikjakvikmynd heldur mynd um strák sem fer úr tölvuleikjaheiminum yfir í raunveruleikann. Harbour segist kunna vel að meta þá nálgun.

„Ég er mjög gefinn fyrir tölvuleiki sjálfur, þó það hafi kannski ekki að hjálpa mér í mínum samböndum. Ég er ekki mikið fyrir kappakstursleiki þó.“

Í myndinni leikur Harbour Jack Salter, fyrrum kappakastursmann sem er núna yfir-verkfræðingur. Hann er fenginn til að þjálfa GT Academy keppendur og að lokum Jann, sem eru að flytja sig frá tölvuskjánum og í alvöru kappakstursbíla.  Salter er þó mjög efins um hvort þetta gangi upp, enda hætturnar miklar á brautinni. Sjálfur glímir hann við eigin djöfla eftir að hafa lent í alvarlegau slysi á hinni alræmdu keppnisbraut í Nürburgring í Þýskalandi.

Faglegur og skapandi

Í NME segir að leikstjórinn Neill Blomkamp (District 9 ) að hann hrífist mjög af leik Harbour í myndinni. „Hann er mjög skapandi og gefur sig allan í verkefnið. Hann er einnig mjög faglegur á þann hátt hvernig hann nálgast persónusköpunina.“

Harbour er giftur bresku tónlistarkonunni Lily Allen sem hefur fært stöðugleika og ró í líf hans. Þau giftust í Las Vegas í september árið 2020 og Elvis eftirherma gaf þau saman.

Í Gran Turismo fer poppstjarnan Geri Halliwell úr Spice Girls með hlutverk móður Jann. „Hún er yndisleg og svöl manneskja,“ segir Harbour.