Óvæntar persónur, vatnavísundur og grín með erindi

Margar nýjar og spennandi kvikmyndir koma í bíó þessa helgina og fjölbreytnin er mikil!

Tröll, Joy Ride, Freelance, The Delinquets eru þar á meðal en einnig fjöldi skemmtilegra mynda á barnakvikmyndahátíð í Bíó paradís, þar á meðal Dansdrottningin og Einar Áskell!

Aðeins forsmekkur

Í samtali við vefsíðuna Total Film segir leikstjóri Trolls 3, eða Trolls Band Together eins og hún heitir á frummálinu, Walt Dohrn, að stiklan úr myndinni gefi aðeins örlítinn forsmekk af því sem myndin býður upp á. „Þetta er 85 mínútna ferðalag sem hefur verið soðið niður í tvær mínútur, þú veist. Við erum að sjá nýja hluti sem við höfum ekki upplifað áður, og þróun persóna og sambanda. Og svo eru óvæntir hlutir – það er líka það sem frábærar framhaldsmyndir gera, koma þér á óvart og segja þér eitthvað um persónurnar sem þú vissir ekki fyrir.“

Og framleiðandinn Gina Chay tekur undir þetta. „Já, og það eru fullt af nýjum persónum. Við fáum frábæra nýja leikara sem bætast við upprunalega hópinn, og allir geta sungið og leikið og eru góðir grínleikarar.“

Trolls Band Together (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6
Rotten tomatoes einkunn 64%

Poppy kemst að því að Branch var einu sinni í strákabandinu BroZone, ásamt bræðrum sínum Floyd, John Dory, Spruce og Clay. En þegar Floyd er rænt þá fara Branch og Poppy af stað til að finna Floyd og sameina bræðurna....

Úr trylli í grín

Vefmiðillinn Movieweb tekur leikstjóra Freelance tali, Pierre Morel, og ber þar saman tvær nýjustu myndir hans. Síðasta kvikmynd leikstjórans, sem áður hefur gert m.a. hina goðsagnakenndu Taken með Liam Neeson, var The Ambush. Ágengur dramatískur stríðstryllir á arabísku.

Til samanburðar er Freelance grínmynd með vel þekktum bandarískum leikurum sem tala að mestu leiti ensku í mynd sem tekur sjálfa sig ekkert alltof hátíðlega – sem er gott, eins og blaðamaður vefsíðunnar orðar það í greininni. „Mig langaði í skemmtilega mynd, því margar af fyrri myndum mínum eru drungalegir spennutryllar,“ sagði Morel. „Ég var að leita að ræmu sem gæti í raun verið gamansöm en í henni væri samt sem áður undirliggjandi skilaboð um hvað það væri sem heimurinn snerist um í raun.“

Freelance (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.5
Rotten tomatoes einkunn 11%

Mason Petit er fyrrum þjóðvarðliði en nú fjölskyldumaður og lífið er alls ekki eins spennandi og eitt sinn var. Hættulegir leiðangrar heyra nú sögunni til. Hann sinnir leiðinlegum lögmannsstörfum og hjónabandið er í andaslitrunum. Allt þetta breytist þegar fyrrum félagi úr ...

Fyrsta verkefnið

Kvikmyndavefsíðan Collider spyr leikstjóra Joy Ride um hver af hennar reynslu af handritsskrifum og framleiðslu hafi best búið hana undir að ná þeim árangri að hafa nú leikstýrt sinni fyrstu kvikmynd.

Adele Lim vill ekki nefna neitt eitt verkefni í því samhengi. „En ég get líklega sagt að sautján ára reynsla mín úr sjónvarpi, handritsskrifum og framleiðslu, og að hafa verið á tökustað og að fást við undirbúning, framleiðslu og eftirvinnslu, hafi allt búið mig undir þetta nýja hlutverk. Því til viðbótar, þá væri ég ekki hérna ef það væri ekki fyrir leiðsögn og stuðning kollega eins og Jon Chu, leikstjóra Crazy Rich Asians. Ég þurfti að læra leikstjórnina að miklu leyti heima í faraldrinum og hann kom oft á Zoom og kenndi mér hluti.“

K-pop bættist við

Spurð um eitthvað sem ekki fór eins og ætlað var segir Lin að eitt af hennar uppáhaldsatriðum hafi upprunalega ekki verið í handritinu. „Við vorum með eitt atriði sem við töldum vera mjög mikilvægt þegar persónurnar fara yfir fljót á vatnavísundi. Og það er ekki auðvelt skal ég segja þér. Það getur verið erfitt að fá alvöru vatnavísund út í vatnið og kannski er hann með flær og kannski er ekki gott að fara með allt þetta frábæra leikaralið út í ískalt vatn að hausti til í Kanada, þannig að við hættum við það. Í staðinn bættum við við K-pop atriði sem er einn af hápunktum myndarinnar.“

Joy Ride (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4
Rotten tomatoes einkunn 90%

Myndin fjallar um fjóra bandaríska vini af asískum ættum sem treysta böndin milli sín og komast að ýmsu um ástina, á leið sinni í gegnum Asíu í leit að blóðmóður eins þeirra....