Náðu í appið
Freelance

Freelance (2023)

"Retirement Didn´t Suit Him."

1 klst 49 mín2023

Mason Petit er fyrrum þjóðvarðliði en nú fjölskyldumaður og lífið er alls ekki eins spennandi og eitt sinn var.

Rotten Tomatoes10%
Metacritic26
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Mason Petit er fyrrum þjóðvarðliði en nú fjölskyldumaður og lífið er alls ekki eins spennandi og eitt sinn var. Hættulegir leiðangrar heyra nú sögunni til. Hann sinnir leiðinlegum lögmannsstörfum og hjónabandið er í andaslitrunum. Allt þetta breytist þegar fyrrum félagi úr hernum býður honum nýtt starf, að vera öryggisvörður hinnar margverðlaunuðu og hugdjörfu blaðakonu Claire Wellington, sem er nýbúin að landa einkaviðtali við alræmdan og sérvitran suður-amerískan einræðisherra, Venegas. Petit grípur tækifærið fegins hendi og hoppar upp í flugvél. Þegar hann lendir á áfangastað er ljóst að hann hefur farið úr öskunni í eldinn. Hann blandast í blóðuga valdaránstilraun og þarf nú að vinna náið með Wellington og hinum siðferðilega vafasama Venegas til að sleppa lifandi úr landinu.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Pierre Morel hefur leikstýrt ýmsum spennumyndum eins og Taken, From Paris with Love, The Gunman og The Ambush. Sú síðastnefnda er á á arabísku og varð tekjuhæsta kvikmynd sögunnar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Handritshöfundurinn Jacob Lentz skrifar einnig handrit fyrir kvöldþættina Jimmy Kimmel Live!

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Endurance MediaUS
AGC StudiosUS
Sentient EntertainmentUS
Signature FilmsUS
Wideangle Films
Lipsync ProductionsGB