The Gunman (2014)
"Armed with the truth"
Sérsveitarmaðurinn, málaliðinn og leigumorðinginn Jim Terrier snýr aftur á heimaslóðirnar til að hefja nýtt og betra líf ásamt æskuunnustu sinni.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Sérsveitarmaðurinn, málaliðinn og leigumorðinginn Jim Terrier snýr aftur á heimaslóðirnar til að hefja nýtt og betra líf ásamt æskuunnustu sinni. En svo auðveldlega sleppur hann ekki frá fortíðinni. Jim Terrier ákveður að segja skilið við ofbeldisfullt og stórhættulegt starf sitt sem málaliði og leigumorðingi eftir að eitt af verkefnum hans fer hrikalega illa úrskeiðis með hroðalegri afleiðingum en hann hefði getað séð fyrir. Í staðinn hyggst hann setjast í helgan stein ásamt unnustu sinni Annie í heimabæ þeirra þar sem enginn veit við hvað hann hefur starfað á undanförnum árum. En svo glatt á þetta ekki eftir að ganga hjá Jim. Óleyst og alvarleg mál úr fortíðinni eru fljót að elta hann uppi og neyða hann að lokum til að grípa til vopna enn á ný og freista þess að gera endanlega upp við sitt fyrra líf ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


































