Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dredd 3D 2012

Frumsýnd: 21. september 2012

Judgment is coming

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Framtíðinni er ógnað af glæpamönnum sem svífast einskis til að sölsa undir sig völdin og byrla fólki eiturlyf til að gera það að viljalausum verkfærum sínum. Dredd 3D gerist í framtíðarborginni Mega City One þar sem 800 milljónir íbúa lifa í nánast stöðugum ótta við ófyrirleitna glæpamenn sem stjórna götunum og eru stöðugt að færa sig ofar í... Lesa meira

Framtíðinni er ógnað af glæpamönnum sem svífast einskis til að sölsa undir sig völdin og byrla fólki eiturlyf til að gera það að viljalausum verkfærum sínum. Dredd 3D gerist í framtíðarborginni Mega City One þar sem 800 milljónir íbúa lifa í nánast stöðugum ótta við ófyrirleitna glæpamenn sem stjórna götunum og eru stöðugt að færa sig ofar í valdakeðjunni. Eina mótvægið við þessa þróun eru „dómararnir“ en svo nefnist hópur sérþjálfaðra manna og kvenna sem hafa vald til að vera allt í senn, rannsakendur, dómarar og böðlar þeirra sem þeir dæma til dauða fyrir gjörðir sínar. Öflugastur dómaranna og nokkurs konar foringi þeirra er Joseph Dredd, maður sem hefur það eitt á stefnuskrá sinni að berjast gegn glæpafylkingum borgarinnar og ganga á milli bols og höfuðs á hverjum þeim sem brýtur lögin. Dag einn þegar Dredd er að þjálfa nýliðann Cassöndru Anderson eru þau kölluð í hverfi sem er alræmt fyrir háa glæpatíðni. Þar ræður nú ríkjum eiturlyfjadrottningin Ma Ma, en hún hefur komið sér fyrir í rammgerðu 200 hæða húsi sem í fyrstu virðist óvinnandi vígi enda gætt af her glæpamanna sem eru vel vopnum búnir. Þau Dredd og Cassandra leggja samt til atlögu ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn