Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

From Paris with Love 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. mars 2010

Two agents. One city. No merci.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Sérlegur aðstoðarmaður sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi, James Reece, lifir öfundsverðu lífi í París og á fallega franska kærustu. Ástríða hans í lífinu er hinsvegar aukavinnan hans, íhlaupastörf fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA. Það sem James þráir heitast af öllu er að verða alvöru CIA maður og lenda í alvöru átökum. Þegar draumur... Lesa meira

Sérlegur aðstoðarmaður sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi, James Reece, lifir öfundsverðu lífi í París og á fallega franska kærustu. Ástríða hans í lífinu er hinsvegar aukavinnan hans, íhlaupastörf fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA. Það sem James þráir heitast af öllu er að verða alvöru CIA maður og lenda í alvöru átökum. Þegar draumur hans verður loks að veruleika, á hann erfitt með að trúa því, þar til hann hittir nýja CIA félaga sinn, leyniþjónustumanninn Charlie Wax, sem hefur verið sendur til Parísar að stöðva hryðjuverkaárás. Wax og James leiðast nú inn í hættuför um undirheima Parísar, sem gerir það að verkum að James þráir nú ekkert heitar en að komast aftur á bakvið skrifborðið þar sem hann var áður. En þegar James uppgötvar að hann er sjálfur orðinn skotmark glæpahringsins sem þeir félagar eru að eltast við, áttar hann sig á því að það er engin leið fyrir hann að snúa til baka til fyrra lífs.... minna

Aðalleikarar

Skref niðrá við fyrir Pierre Morel
Pierre Morel, Leikstjóri From Paris with Love er einn af ófáaum lærlingum Luc Besson, allaveganna hefur hann einvörðungis leikstýrt myndum skrifuðum og framleitt af Luc Besson. Fyrri myndirnar tvær Taken og Banlie 13 voru báðar að mínu mati mjög góðar og þó sérstaklega Taken.

Hérna er þetta tvíeyki mætt aftur með aðra mynd, From Paris With Love með Jonathan Rhys Myers og John Travolta í aðalhlutverkum. Rhys Myers er aðstoðarmaður bandaríska sendiherrans í Frakklandi, en er líka að taka þátt í leynimakki fyrir leyniþjónustana(eða einhverja aðra stofnun). Loksins er honum falið það verkefni að sækja "partnerinn" sinn, Travotla útá flugvöll og frá þeirri stundu hefst þessi fáránlega saga almennilega.

Ég veit ekki hvað það var við þessa mynd, en hún fór óendanlega í taugarnar á mér' og kannski er ég að vera of gagnrýninn og leiðinlegur. Ég hvorki þoli Jonathan Rhys Myers, og þoli Travolta í "nýju" hlutverkunum sínum engan veginn, hann er svo mikið að vera svartur í þessari mynd að það vantaði bara að hann væri málaður með skósvertu.

Fyrir utan þetta persónulega óþol hjá mér, þá voru samræður í myndinni almennt alveg hrikalegar, allt frá því að vera óþægilega vandræðalegar(rómantískar senur) yfir í því að vera kjánahrolls hallærislegar(ein lokasena er gott dæmi). Þar að auki voru hasaratriðin sjálf ekki nægilega spennandi fannst mér, jú það komu atriði sem voru nokk góð en það skemmdi alltaf fyrir mér að sjá hnöttóttann travolta í þeim.

Það versta var samt, hversu mikið myndin flakkaði frá því að vera frekar alvarleg, yfir í það að vera alveg útá ystu brún hvað varðar fáránleika og kómík, ég þoli myndir sem að halda sig annaðhvort við alvarleikann eða eru bara fáránlegar og elska sjálfa sig þannig, en svona óákveðni er algjört eitur í mínum æðum.

Það var ekkert ferskt við þessa mynd, ólíkt B13 og Taken fyrri myndum Morels, þannig að ég varð fyrir vonbrigðum með þessa ræmu, lélegt franskt cop-buddy mynd, á ensku.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hraðskreið og skemmtileg
Þessi mynd virkar ágætlega vel á mig og er ég býsna sáttur eftir áhorf. From Paris With Love er askoti fín og dúndur skemmtileg spennumynd frá leikstjóranum Pierre Morel sem gerði eins og hvað flestir vita hasar myndina Taken sem gerði allt vitlaust á sínum tíma. Morel nær að halda áhorfandanum við efnið(líkt og í Taken) og sleppur myndin við allar heiladauðar senur sem hver og ein spennumynd hefur.

John Travolta hefur alltaf verið í miklum metum hjá mér. Hann er ábyggilega eitt af þessum fáu leikurum sem geta nánast leikið hvaða hlutverk sem er. Travolta virkar yfirleit betur á mann í hasarmyndum eins og þessari t.d. og einnig Taking of Pelham 123 sem og The Punisher. Hann má eiga hinsvegar það að hann er mikill húmoristi og er ágætis gamanleikari. Jonathan Rhys Meyers er ágætur í myndini en ekki nálægt því eins eitursvalur og Travolta er.

From Paris With Love er semí góð hasarmynd og ekkert smá hraðskreið á köflum. Allveg frá byrjun til enda er myndin á fullu skriði og alltaf nóg af gerast. slagsmálasenurnar, skotárásirnar og allur sá pakki veitir manni athygli á að halda einbeitingu á heilalausri spennumynd eins og From Paris With Love er.

7/10

Ps. djöfull er Travolta flottur svona sköllóttur hehe.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hraðskreið og lífleg della
Ég get vel ímyndað mér að þessi mynd hafi virkað afar óspennandi á blaði. Titillinn er þurr, handritið grunnt, söguþráðurinn út um allar trissur og "buddy-mynda" formúlurnar á sínum stað. Samt er eitthvað við leikstjórnina hjá Pierre Morel (sem seinast gerði Taken - einhverja mest "badass" mynd síðari ára) og afar orkuríka frammistöðu hjá John Travolta sem breytir þessari klisjuveislu í alveg dúndurskemmtilega þvælu.

Morel lætur ekki dæmigerða handritið koma í veg fyrir að hann nái að búa til eitthvað óvænt úr þessu öllu saman. Sterkustu hliðar From Paris with Love eru hasarsenurnar, húmorinn og keyrslan, sem er í rauninni allt sem maður þarf þegar maður sest niður og horfir á heiladauða spennumynd þar sem eini fókusinn er skemmtanagildið. Myndin er svo brjálæðislega hraðskreið (alveg eins og Taken) að hún líður hjá eins og ekkert hafi skorist. Hún byrjar strax og hægir aldrei á sér, ekki nema í tvær-þrjár mínútur til að útskýra svokallaða plottið við og við. Ég verð líka að játa mig sigraðan og viðurkenna að ég átti ekki von á plott-twistinu í seinni hlutanum, en það er líklega vegna þess að ég hafði vit fyrir því að drepa á öllum heilasellum áður en myndin byrjaði, þannig að heilbrigður hugsunarháttur var enginn.

Travolta hefur líka ekki notið sín svona vel á skjánum í mörg ár, og stendur hann sig alveg hrikalega vel miðað við það að honum er einungis ætlað að vera fyndinn og hálf geðveikur. Jonathan Rhys Meyers fellur (að sjálfsögðu) í skuggann á honum, en það er ekki honum að kenna. Handritið gefur honum ekki mikið að gera annað en að vera sífellt hissa og hlaupa um með blómavasa fullan af kókaíni, en leikarinn kemst hjá því að vera auðgleymdur, og það verður að teljast nokkuð gott hrós.

Eins og ég gaf í skyn í fyrstu málsgrein þá fær From Paris with Love engin stig fyrir frumlegheit, persónusköpun eða trúverðugleika, en langflestir sem ætla sér að sjá hana munu hvort eð er segja: "só??" Og þeir hafa hárrétt fyrir sér. Sjáið þessa mynd og búist ekki við neinu öðru en stanslausum kúlnahríðum, kjánaskap og one-linerum. Ég skemmti mér mjög vel á henni og fannst eins og þessar 80-og-eitthvað mínútur hafi liðið eins og 20.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn