Skref niðrá við fyrir Pierre Morel
Pierre Morel, Leikstjóri From Paris with Love er einn af ófáaum lærlingum Luc Besson, allaveganna hefur hann einvörðungis leikstýrt myndum skrifuðum og framleitt af Luc Besson. Fyrri myndirnar...
"Two agents. One city. No merci."
Sérlegur aðstoðarmaður sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi, James Reece, lifir öfundsverðu lífi í París og á fallega franska kærustu.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Vímuefni
BlótsyrðiSérlegur aðstoðarmaður sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi, James Reece, lifir öfundsverðu lífi í París og á fallega franska kærustu. Ástríða hans í lífinu er hinsvegar aukavinnan hans, íhlaupastörf fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA. Það sem James þráir heitast af öllu er að verða alvöru CIA maður og lenda í alvöru átökum. Þegar draumur hans verður loks að veruleika, á hann erfitt með að trúa því, þar til hann hittir nýja CIA félaga sinn, leyniþjónustumanninn Charlie Wax, sem hefur verið sendur til Parísar að stöðva hryðjuverkaárás. Wax og James leiðast nú inn í hættuför um undirheima Parísar, sem gerir það að verkum að James þráir nú ekkert heitar en að komast aftur á bakvið skrifborðið þar sem hann var áður. En þegar James uppgötvar að hann er sjálfur orðinn skotmark glæpahringsins sem þeir félagar eru að eltast við, áttar hann sig á því að það er engin leið fyrir hann að snúa til baka til fyrra lífs.



Pierre Morel, Leikstjóri From Paris with Love er einn af ófáaum lærlingum Luc Besson, allaveganna hefur hann einvörðungis leikstýrt myndum skrifuðum og framleitt af Luc Besson. Fyrri myndirnar...
Þessi mynd virkar ágætlega vel á mig og er ég býsna sáttur eftir áhorf. From Paris With Love er askoti fín og dúndur skemmtileg spennumynd frá leikstjóranum Pierre Morel sem gerði eins og...
Ég get vel ímyndað mér að þessi mynd hafi virkað afar óspennandi á blaði. Titillinn er þurr, handritið grunnt, söguþráðurinn út um allar trissur og "buddy-mynda" formúlurnar á sínu...