Indíáninn Russel Means, einn af forsprökkum mótmælaaðgerðanna við Wounded Knee árið 1973 í Bandaríkjunum, og kvikmyndaleikari, er látinn 72 ára að aldri.
Means lék m.a. í bíómyndunum The Last of the Mohicans, þar sem hann lék indíánann Chingachgook á móti Daniel Day Lewis ( þeir eru saman á myndinni hér að ofan ), Natural Born Killers og Pocahontas, auk þess að leika gestahlutverk í Curb Your Enthusiasm gamanþáttunum frá árinu 2004.
Means var mjög pólitískur, var oft umdeildur, og barðist fyrir réttindum indjána í Bandaríkjunum. Hann bauð sig fram til að verða forsetaefni Frjálslyndra í Bandaríkjunum árið 1988, en náði ekki kjöri.