Reynolds finnur líf á Mars

Film Title: Safe HouseRyan Reynolds, sem nú trónir á toppi helstu bíóvinsældarlista heimsins í hlutverki sínu í Deadpool, er nú sagður munu leika aðalhlutverk á móti leikkonunni Rebecca Ferguson í mynd sem heitir Líf, eða Life.

Um er að ræða vísindaskáldsögu eftir Daniel Espinosa. The Wrap vefsíðan hefur þetta eftir öruggum heimildum.

Handrit skrifa þeir Paul Wernick og Rhett Reese, en þeir skrifuðu einmitt handritið að Deadpool.

Í Life fylgjumst við með hópi geimfara sem uppgötva merki um vitsmunalíf í sýnum sem þeir fá frá Mars.

Reynolds hefur lengi verið orðaður við þetta hlutverk, jafnvel áður en hann gerði Deadpool, sem var langþráður smellur hjá leikaranum eftir misjafnt gengi mynda eins og Green LanternR.I.P.D. og Buried.

Næst sjáum við Reynolds í Criminal, ásamt Kevin Costner og Gary Oldman.