Reynolds fluttur í Costner

criminal

Ryan Reynolds, sem nú gerir það gott sem Deadpool í samnefndri nýfrumsýndri mynd, er væntanlegur á hvíta tjaldið á ný í apríl nk. í Criminal, en þar leikur hann mann sem býr yfir hæfileikum sem eru fluttir yfir í persónu Kevin Costner, sem er stórhættulegur fangi á dauðadeild.

Fyrsta stiklan úr myndinni var að koma út nú um helgina, en aðrir helstu leikarar eru Gary Oldman, Tommy Lee Jones, Alice Eve og Gal Gadot.

Leikstjóri er Ariel Vromen, en einhverjir ættu að kannast við mynd hans The Iceman frá árinu 2012.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan:

criminal poster

Criminal verður frumsýnd á Íslandi 22. apríl nk.