Reynolds hjálpar gullkonunni

Lady-in-Gold-Gustav-KlimtBandaríski leikarinn Ryan Reynolds hefur bæst í leikhóp hinnar sannsögulegu myndar The Woman in Gold, sem Simon Curtis leikstýrir. Íslandsvinurinn og Inglorious Basterds leikarinn Daniel Brühl er einnig líklegur til að slást í hópinn.

Það er breska leikkonan Helen Mirren sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, hlutverk Maria Altmann, sem var gyðingur og lifði af helförina í Seinni heimsstyrjöldinni.

Myndin segir frá því þegar Maria fór í mál við Austurrísku ríkisstjórnina til að endurheimta stolin málverk eftir myndlistarmanninn Gustav Klimt.

Ryan Reynolds mun leika lögmann Mariu og Brühl mun leika lögfræðing ríkisins ef af ráðningu hans verður.

Tökur á myndinni hefjast í maí.