Rosalegar myndir af Christian Bale í The Fighter

Stórleikarinn Christian Bale er þekktur fyrir að taka hlutverk sín í kvikmyndum mjög alvarlega. Til dæmis hefur hann misst sig á tökusetti oftar en einu sinni og tekið á sig ótrúlegt þyngdartap í myndum eins og The Machinist og Rescue Dawn ásamt því að buffa sig allverulega upp í The Dark Knight.

Nú standa yfir tökur á næstu mynd hans, en hún ber nafnið The Fighter og fjallar um bardagakappann Mickey ,,Irish“ Ward (Mark Wahlberg) frá Boston sem vinnur heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt með hjálp bróður síns (Christian Bale).

Fregnir herma að Bale sé búinn að missa um 15 kg enn sem komið er og líti út eins og eiturlyfjasjúklingur, en persóna hans í myndinni barðist við eiturlyfjafíkn í mörg ár. Hér fyrir neðan má sjá myndir af Bale á tökusettinu; efsta myndin sýnir Bale nokkuð venjulegan en myndir 2 og 3 sýna hann töluvert léttari. Neðsta myndin sýnir samanburð á persónunni sem Bale á að vera að leika og Bale sjálfum.

Myndirnar má sjá hér fyrir neðan,  smellið á þær fyrir betri upplausn.

The Fighter kemur í bíó eftir 2 ár.

Tengdar fréttir