Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd var gerð árið 2006 en kom í bíó bara núna nýlega, ekki spyrja mig af hverju. Myndin er byggð á sönnum atburðum úr Vietnam stríðini. Bandarískur herflugmaður (hét í alvöru Dieter Dengler) leikinn af Christan Bale var skotinn niður og settur í POW fangabúðir Viet Kong. Deiter hittir þar fleiri fanga og fer að skipuleggja flótta. Myndin er áhugaverð og minnir mig ekki á neina sérstaka Vietnam mynd. Það er magnað að hugsa til þess hvað margir hafa þurft að ganga í gegnum í þessu stríði, kreppan okkar fölnar í samanburði. Bale er gæðastimpill sem klikkar næstum aldrei og þetta er engin undantekning. Mæli með þessari.
Christan Bale er þekktur fyrir það að þyngja sig og létta fyrir hlutverk. Hann létti sig um 55 pund fyrir þessa mynd. Hann var 120 pund í The Machinist og þyngdi sig upp í 220 pund fyrir Batman Begins. Það getur ekki verið hollt.
þessi mynd kom mér á óvart uuu c. bale var geðveikur í myndinni. 4 af 5 í einkunn
Bale með stjörnuleik
Hermaður hrapar flugvélinni í Vietnam stríðinu og er fljótt handsamaður. Myndin er fyrst og fremst saga um lífsbaráttu Christians Bale þegar hann lendir í fangelsi með öðrum skrítnum föngum sem hafa verið þarna lengur en hann. Umgjörð myndarinnar er með ágætum, en ég varð þó fyrir nokkrum vonbrigðum með áhrifaleysi hinna leikaranna í myndinni. Persónurnar eru engan vegin að ná að koma sínu á leiðarenda. Myndin nær að byggja upp voðalega lítið, ekki spennu eða áhuga minn að minnsta kosti. Umgjörðin er þó með ágætum, myndataka og náttúran flott, en það er ekki eins og það skipti miklu máli í svona mynd. Eini ljósi punkturinn er flottur leikur Christian Bale.
Hermaður hrapar flugvélinni í Vietnam stríðinu og er fljótt handsamaður. Myndin er fyrst og fremst saga um lífsbaráttu Christians Bale þegar hann lendir í fangelsi með öðrum skrítnum föngum sem hafa verið þarna lengur en hann. Umgjörð myndarinnar er með ágætum, en ég varð þó fyrir nokkrum vonbrigðum með áhrifaleysi hinna leikaranna í myndinni. Persónurnar eru engan vegin að ná að koma sínu á leiðarenda. Myndin nær að byggja upp voðalega lítið, ekki spennu eða áhuga minn að minnsta kosti. Umgjörðin er þó með ágætum, myndataka og náttúran flott, en það er ekki eins og það skipti miklu máli í svona mynd. Eini ljósi punkturinn er flottur leikur Christian Bale.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
MGM
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
7. nóvember 2008