Náðu í appið
Rescue Dawn

Rescue Dawn (2006)

"Sönn saga um ótrúlega baráttu manns fyrir frelsi sínu"

2 klst 6 mín2006

Dieter Dengler hafði átt sér þann draum að fljúga orrustuflugvél síðan hann var barn í stríðshrjáðu Þýskalandi, og átti sá draumur stóran þátt í ákvörðun...

Rotten Tomatoes90%
Metacritic77
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Dieter Dengler hafði átt sér þann draum að fljúga orrustuflugvél síðan hann var barn í stríðshrjáðu Þýskalandi, og átti sá draumur stóran þátt í ákvörðun hans um að verða orrustuflugmaður bandaríska hersins þegar fjölskylda hans fluttist vestur yfir hafið. Í fyrstu ferð hans fyrir herinn þá er flugvél hans skotin niður yfir Laos í suðaustur-Asíu. Þar er hann hnepptur í ánauð af asískum skæruliðum, en þrátt fyrir að hann átti sig á alvarleika kringumstæðnanna þá neitar hann að þóknast þeim á nokkurn hátt. Hann er brátt fluttur í litlar fangabúðir og hittir þar fyrir hermenn sem eru í misjöfnu andlegu ástandi. Dengler ætlar sér þó ekki að hanga lengi í herbúðunum og fer strax að undirbúa flótta sinn og meðfanga sinna, og hefst þá ein ótrúlegasta flóttasaga allra tíma, en myndin er gerð eftir sönnum atburðum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Top Gun ProductionsUS
Thema ProductionLU
Gibraltar Films

Gagnrýni notenda (3)

Þessi mynd var gerð árið 2006 en kom í bíó bara núna nýlega, ekki spyrja mig af hverju. Myndin er byggð á sönnum atburðum úr Vietnam stríðini. Bandarískur herflugmaður (hét í alvö...

★★★★★

 þessi mynd kom mér á óvart uuu c. bale var geðveikur í myndinni. 4 af 5 í einkunn