Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Heaven 1993

Fannst ekki á veitum á Íslandi

From Vietnam to America, one woman's journey from hope, to love, to discovery. / From Vietnam to America, one woman's journey from hope, to love, to discovery.

140 MÍNEnska

Le Ly er ung stúlka sem elst upp í víetnömsku þorpi. Líf hennar breytist þegar kommúnískir uppreisnarmenn birtast í þorpinu til að berjast við hermenn Frakka og Bandaríkjamanna. Á meðan Bandaríkjamenn eru í landinu, þá er Le Ly handtekin og pyntuð af hermönnum Suður Víetnam, og seinna er henni nauðgað af Viet Cong af því að þá grunar að hún sé svikari.... Lesa meira

Le Ly er ung stúlka sem elst upp í víetnömsku þorpi. Líf hennar breytist þegar kommúnískir uppreisnarmenn birtast í þorpinu til að berjast við hermenn Frakka og Bandaríkjamanna. Á meðan Bandaríkjamenn eru í landinu, þá er Le Ly handtekin og pyntuð af hermönnum Suður Víetnam, og seinna er henni nauðgað af Viet Cong af því að þá grunar að hún sé svikari. Eftir nauðgunina, þá er sambandi hennar við þorpið gereytt, og hún og fjölskyldan eru neydd til að flytja. Fjölskyldan flytur til Saigon borgar og hún er ráðin í vinnu hjá fjölskyldu þar. Fjölskyldufaðirinn fær hana til að trúa því að honum þyki vænt um hana, og hún verður ástfangin af honum og síðar ófrísk. Eiginkona mannsins verður brjáluð, og fjölsylda Le Ly er neydd til að flytja aftur í héraðið sem þau bjuggu í áður. Þar hittir hún Steve Butler, yfirmann í Bandaríkjaher. Þegar hún hittir hann fyrst þá er hún ekki að hugsa um hann sem kærasta eða eiginmann, enda búin að þola margt. Steve verður ástfanginn af Le Ly og fer vel með hana, og líf hennar breytist til hins betra. Þau hjónaleysin fara frá Víetnam og flytja til Bandaríkjanna. Líf þeirra byrjar vel, en áralöng barátta með tilheyrandi drápum hafa sett mark sitt á Steve sem verður óstjórnlega ofbeldisfullur. Samband þeirra hikstar þrátt fyrir að Le Ly reyni að sættast við Steve. Eftir að Le Ly biður Steve að koma aftur heim til sín, þá fremur hann sjálfsmorð. Mörgum árum síðar fer Le Ly til Víetnam ásam sonum sínum og sýnir þeim æskuslóðirnar. ... minna

Aðalleikarar


Heaven & Earth er um Lee Ly víetnamska konu í stríðinu sem fer í gegnum alls konar atburði, hún kynnist bandarískum hermanni og giftist honum og flyst með honum til Bandaríkjanna svo. Heaven & Earth er mjög fín mynd og góð Oliver Stone mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn