Ryan Gosling leikur í Blade Runner 2

Ryan Gosling hefur staðfest að hann muni leika í Blade Runner 2. Hann vildi þó lítið meira segja í viðtali við Collider, en þar var hann að kynna sína nýjustu mynd, The Big Short. ryan_gosling_a_l

„Það er örflaga í mér og ef ég segi eitthvað meira mun ég springa í loft upp,“ sagði hann léttur.

Leikstjóri Blade Runner 2, Denis Villeneuve, talaði um það í september síðastliðnum hversu erfitt það verður að gera framhald hinnar sígildu Blade Runner, sem Ridley Scott leikstýrði.

„Það verður mikil áskorun. Þetta er áhætta. Ég veit að hver einasti aðdáandi sem gengur inn í kvikmyndahúsið verður með hafnarboltakylfu með sér,“ sagði hann.

„Mig hefur dreymt um að gera vísindaskáldsögumynd síðan ég var 10 ára og ég heft sagt nei við alls kyns framhaldsmyndum. En ég gat ekki sagt nei við Blade Runner. Ég elska hana of  mikið.“

Ekki hefur verið greint frá því hvenær myndin á að koma út.