Schwarzenegger staðfestir þrjár myndir

Arnold Schwarzenegger hefur tjáð sig um þrjár væntanlegar myndir sínar, Terminator 5, The Legend of Conan og Triplets.

arnold_schwarzenegger_in_conan

The Last Stand-leikarinn staðfestir að allar myndirnar séu í undirbúningi þessa dagana. „Við erum að semja handritið núna,“ sagði vöðvabúntið við Metro um Terminator 5.

„Það eru þrjú verkefni í gangi með mér. Eitt er Terminator 5, annað er Conan-myndin sem Universal er að gera og svo er það framhald Twins, sem heitir Triplets. Við lítum allir öðruvísi út í þeirri mynd. Þriðji bróðirinn er Eddie Murphy, þannig að það verður eitthvað.“