Tökur hafnar á 'Terminator: Genesis'

Tökur hófust í gær á Terminator: Genesis í New Orleans í Bandaríkjunum og munu standa yfir í fjóran og hálfan mánuð. Tökur verða einnig í San Francisco og í Los Angeles.

Arnold Schwarzenegger snýr aftur, en hann lék aðalhlutverkið í upprunalegu þremur myndunum. Lítið er vitað um handritið, fyrir utan það að tímaflakk verði hluti af söguþræðinum.

terminator

Emilia Clarke, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í Game of Thrones, mun fara með hlutverk Söruh Connor. Myndin mun einnig skarta þeim Jason Clarke og Jai Courtney. David Ellis og Laeta Kalorgridis (Avatar, Shutter Island) framleiða og Patrick Lussier (Drive Angry) skrifaði handritið.

Leikstjórinn Alan Taylor, sem leikstýrt hefur Game of Thrones sjónvarpsþáttunum og Thor: The Dark World, hefur tekið að sér að leikstýra